14. janúar 2014

Stelpukvöld hjá flott án fíknar

Nú eins og svo oft áður þá er nóg að gera hjá okkur í Flott án fíkna klúbbnum. Í síðustu viku skipulögðu stelpurnar í klúbbnum stelpukvöld sem haldið var í gærkveldi. Í boði var að baka hafraklatta, naglalakka sig og aðra, setja á sig maska, singstar, dansa eftir wii tölvu og margt fleira. Það er ávallt gaman þegar við komum svona saman og frábært að sjá gleðina og kærleikan í stelpunum. Á meðfylgjandi myndum má sjá maskana sem stúlkurnar bjuggu til m.a. úr haframjöli, hunangi, olíu og fleira. Hlökkum til að vera með strákakvöldið í febrúar og setja maska á þá :-)

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla