22. febrúar 2023

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Í gær, 21. febrúar var Stóra upplestrarkeppnin haldin á sal Akurskóla.

Það er 7. bekkur sem tekur þátt í þessari keppni og voru það 6 nemendur sem tóku þátt en þann 13. febrúar var haldin bekkjarkeppni þar sem þessir 6 nemendur unnu sér rétt til þátttöku á sal.

Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Nemendur lásu hluta af sögunni „Kennarinn sem hvarf“, eitt ljóð sem þau lásu í bekkjarkeppninni og eitt ljóð sem þau völdu fyrir keppni á sal.

Dómarar í keppninni í ár voru þau Lára Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, Hrafnhildur Hilmarsdóttir, fyrrverandi kennari og Kristín Þóra Möller, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll 9. mars. Sigurvegarar í Akurskóla voru þau Arna Dís Emilsdóttir og Orri Guðjónsson. Adríana Agnes Derti var svo valin sem varamaður þeirra. Þau þrjú munu halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.

Fleiri myndir í myndasafni skólans. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla