Stóra upplestrarkeppnin

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal skólans í dag, 22. febrúar.
Nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa upplestur undir leiðsögn kennara sinna síðan keppnin var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í síðustu viku fór fram bekkjarkeppni þar sem 9 keppendur voru valdir til þess að taka þátt í skólakeppninni. Það voru þau Daníel Hrafn, Alexandra Dís, Emelía Rós, Sara Steinunn, Lilja, Ásbjörn, Guðdís Malín, Eydís og Elsa María.
Nemendur í 7. bekk voru í salnum að horfa á keppnina ásamt nemendum í 6. bekk sem voru boðnir sérstaklega velkomnir og foreldrum keppenda.
Keppnin tókst einstaklega vel þar sem allir nemendur höfðu undirbúið sig vel, bæði í skólanum og líka heima fyrir. Nemendur lásu hluta af sögunni „Kennarinn sem hvarf“ og ljóð sem þau höfðu valið sjálf.
Dómarar í keppninni í ár voru þau Lára Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, Hrafnhildur Hilmarsdóttir, fyrrverandi kennari og Anna Hulda Einarsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Reykjanesbæ.
Á meðan dómarar fóru afsíðis og réðu ráðum sínum flutti Iga Maria Gwozdziewska, nemandi í 7. bekk, ljóð á sínu móðurmáli sem er pólska.
Sigurvegarar í keppninni fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll 6. mars. Sigurvegarar í Akurskóla voru þær Eydís Jóhannesdóttir og Lilja Valberg, varamaður var Sara Steinunn Elvarsdóttir. Þær þrjár munu halda áfram að æfa og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.
Fleiri myndir í myndasafni skólans.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.