12. desember 2022

Stuttmyndakeppni - stúlkur úr Akurskóla sigurvegarar

Stuttmyndakeppni - stúlkur úr Akurskóla sigurvegarar

Í kjölfarið á Skólaslitum 2 – Dauð viðvörun var sett af stað stuttmyndakeppni meðal nemenda á unglingastigi allra grunnskólanna í Reykjanesbæ.

Fulltrúar frá þremur skólum skiluðu inn myndum og frá Akurskóla komu tvær myndir. Hinir skólarnir voru Háaleitisskóli og Holtaskóli.

Sjö myndir voru sýndar í Sambíóunum í Keflavík 12. desember og nemendur í 9. bekk Akurskóla fóru á staðinn til að fylgjast með.

Í lokin var besta myndin valin og höfundar leystir út með veglegri viðurkenningu. Besta myndin var frá Akurskóla eftir þær Sóleyju Guðjónsdóttur, Júlíu Blasik, Thelmu Lind Kolbeinsdóttur og Alexöndru Rós Þorkelsdóttur og hét myndin Uppvakningar í Reykjanesbæ.

Hér má sjá verðlaunamyndina.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla