2. júní 2015

Sumarlestur

Sumarlestur

Til foreldra barna í sumarlestri.

Markmið sumarlesturs er tvíþætt, annars vegar að hvetja börn til lesturs og kynna þeim unaðsheim bókmennta en hins vegar að auka lestrarfærni þeirra. Hætta er á að ung börn staðni í lestri yfir sumarmánuðina ef þau halda lestri ekki áfram og fari jafnvel aftur. Í samvinnu við grunnskóla bæjarins viljum við koma í veg fyrir að það gerist, enda lestur grunnur í öllu námi og starfi.

Í sumarlestri bókasafnsins er lögð áhersla á að foreldrar aðstoði börnin, t.d. við að finna bækur sem hæfir lestrarkunnáttu hvers og eins. Lestur sem ekki reynir á huga og getu gerir lítið gagn fyrir barnið. Sama á við um of þungar bækur, barnið gefst upp. Hæfileg áreynsla er best, þá er lesið til gagns.

Á bókasafninu eru til bækur sem hæfa öllum lestrarstigum, allt frá fyrstu lestrarbókunum og uppúr.  Skáldsögur fyrir börn eru ekki endilega heppilegar lestrarbækur fyrir unga lesendur þó textinn sé smár í sniðum. Lestrarbækur Námsgagnastofnunar eru sérstaklega gerðar með það í huga að samsetning orða og setninga sé við hæfi. Sú hugsun er ekki að baki skáldsagna.

Sumarlestur er þátttakendum að kostnaðarlausu en allir þátttakendur verða að eiga bókasafnskort. Bókasafnskort er ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri gegn því að foreldri eða forráðamaður ábyrgist kortið. 

Bókaskrá er að finna hér:

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla