9. október 2013

Tannfræðingur í heimsókn

Í dag fengum við heimsókn frá embætti landlæknis þar sem tannfræðingurinn Steinunn Bríet kom og fræddi nemendur í 8. og 10.bekk. Steinunn byrjaði á því að leggja fyrir könnun um umhirðu tannanna, síðan var hún með fræðslu um tannsjúkdóma, tannheilbrigði og mikilvægi þess að tannbursta vel og nota tannþráð. Að lokum fengu nemendur forvarnir um reykingar og munntóbak.

Allir nemendur fengu að gjöf tannþráð og töflu sem sýnir hversu vel við burstum tennurnar. Við þökkum Steinunni fyrir góða fræðslu.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla