11. október 2022

Þemadagar - furðuverur

Þemadagar - furðuverur

Dagana 12. - 14. október eru þemadagar í Akurskóla. Þemað í ár er í anda framhalds hrollvekjunnar Skólaslit eftir Ævar sem flestir nemendur eru að lesa og hlusta á. 

Í ár verður öllum nemendum skólans er skipt upp í 10 aldursblandaða hópa sem vinna með furðuverur. Hver hópur skapar sína eigin furðuveru frá grunni, skrifar sögu hennar, áhugamál, fæðuval og býr til furðuveruna sjálfa.

Föstudaginn 14. október verður svo gestum boðið í heimsókn í skólann til að skoða afraksturinn.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla