17. október 2023

Þemadagar - Heimabyggðin mín

Þemadagar - Heimabyggðin mín

Dagana 12.-13. október voru þemadagar í Akurskóla. Þemað í ár var nærumhverfið okkar. Nemendum var skipt í hópa þvert á árganga og voru ýmis skemmtileg verkefni unnin. Hver hópur var nefndur eftir elstu götum Innri- Njarðvíkur. Meðal verkefna voru víkingaskip í anda Íslendings, teikningar af fyrsta skólanum í Innri-Njarðvík í samanburði við nýja Akurskóla. Nemendur teiknuðu mynd af húsinu sínu og settu á vegkort sem þeir teiknuðu. Í einum hópnum voru gerð kort sem nemendur settu í lúgur á sinni götu. Hugmyndavinna við útikennslusvæðið okkar í Narfakotsseylu og voru hugmyndirnar frábærar, hver vill ekki apa-rólu yfir tjörnina þar? Þó svo að veðrið hafi sett strik í reikninginn þá sá starfsfólk til þess að nemendur tækjust á við fjölbreytt verkefni.

Fleiri myndir í myndasafni skólans. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla