6. júní 2023

Þemadagar að vori

Dagana 5. og 6. júní 2023 voru þemadagar í Akurskóla.

Á yngsta stigi var þemað „Undir berum himni“ þar sem nærumhverfi skólans var nýtt og markmiðið var að vera sem mest úti. Nemendur fóru meðal annars í fjöruferð, hjólatúr, að týna rusl, í Njarðvíkurskóg og 88 húsið.

Á miðstigi var nemendum skipt í hópa þvert á árganga og fóru þau á ýmsar stöðvar. Stöðvarnar voru bingó, ratleikur, frisbígolf og hið árlega Akurtröll sem er aflraunakeppni Akurskóla. Þar kepptu nemendur í Tröllavarpi, Tröllahlaupi og Tröllagöngu. Í lokin voru svo veitt verðlaun fyrir bestan árangur í hverri grein í hverjum árgangi.

Á unglingastigi var þemað „Tækni og Vísindi" og þar var nemendum einnig skipt í hópa þvert á árganga. Hóparnir fóru svo á milli stöðva þar sem kennararnir voru búnir að setja upp spennandi tilraunir með hin ýmsu efni. Á einni stöðinni grúskuðu nemendur í tímaritinu Lifandi Vísindi og einnig var ein stöð sem fékkst við gervigreind.  

Hér má sjá myndband af einni tilrauninni á unglingastigi. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla