12. nóvember 2025

Þemadagar í Akurskóla: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þemadagar í Akurskóla: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Dagana 12.–14. nóvember verða haldnir þemadagar í Akurskóla þar sem nemendur og starfsfólk vinna saman að fjölbreyttum verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að efla skilning og vitund nemenda um mikilvægi sjálfbærrar þróunar, jafnréttis, heilsu og velferðar, menntunar fyrir alla og fleiri lykilþátta sem heimsmarkmiðin snúa að.

Á yngsta stigi er lögð áhersla á að nálgast heimsmarkmiðin í gegnum leik, hreyfingu og skapandi verkefni. Nemendur taka þátt í stöðvum sem snúa að heilsu, vellíðan, friði og réttlæti. Meðal verkefna eru:

  • Göngutúrar og hreyfing undir leiðsögn kennara.
  • Heimilisfræðistöð þar sem rætt er um hollustu og vellíðan.
  • Kahoot spurningaleikur og verkefni sem efla samvinnu og þekkingu á heimsmarkmiðunum.
  • Skapandi myndlistarverkefni.
  • Sýnt er fræðslumyndband um heimsmarkmiðin og rætt um mikilvægi þeirra í daglegu lífi barna.

Á miðstigi og unglingastigi vinna nemendur ýmist í föstum hópum eða flæðandi milli stöðva. Meðal stöðva eru:

  • Heilsa og vellíðan – jóga, slökun, fræðsla um hreyfingu og andlega heilsu.
  • Minecraft stöð – verkefni tengd sjálfbærni og nýsköpun í stafrænum heimi.
  • Tónlist og textasmíð – nemendur semja texta og tónlist með heimsmarkmiðin að leiðarljósi.
  • Barnabókagerð – hópar vinna saman að gerð rafrænnar eða prentaðrar bókar um heimsmarkmiðin.
  • Heimsmarkmiðaflísar og sjálfbærninýjungar – veggspjöld og kynningar um heimsmarkmiðin og sjálfbærni.
  • Á miðstigi er einnig horft á fræðslumyndbönd og spilaður Kahoot leikur um heimsmarkmiðin.
  • Þemadögunum lýkur með sameiginlegri göngu á föstudeginum þar sem áhersla er lögð á samveru, útivist og að fagna því sem áunnist hefur í vikunni.
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla