29. nóvember 2024

Þemadögum lokið

Þemadögum lokið

Síðustu daga hafa verið þemadagar í Akurskóla þar sem lögð hefur verið áhersla á sköpun og að skreyta skólann. Nemendur og kennarar hafa unnið saman að fjölbreyttum verkefnum sem prýða nú skólann okkar. Meðal þess sem unnið var á þemadögum var sameiginlegt mósaik glerlistaverk, veifur sem endurspegla gildin okkar, jólatré úr við, jólaþorp, jólakúlur og jólasveinar ásamt mörgu öðru.

Margir komu á opið hús sem var haldið eftir hádegi á föstudegi þar sem gestir fengu að skoða afrakstur þemadaganna og njóta þess sem nemendur höfðu skapað. Þá var einnig boðið upp á kaffi og piparkökur sem nemendur höfðu skreytt á þemadögum.

Fleiri myndir í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla