10. febrúar 2014

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn

Nemendur 10.bekkjar fengu góða heimsókn í dag. Þorgrímur Þráinsson kom og ræddi við þá um gildi markmissetningar, hvernig hægt væri að fara útúr þægindahringnum til að ná markmiðum sínum og finna gleðina í lífinu. Hann talaði um mikilvægi þess að hafa trú á sjálfum sér og gefast aldrei upp þótt á móti blási. Hann talaði um fjölskylduna, samskipti og heiðarleika. Hann sagði sögur af einstaklingum sem hafa allir unnið sigra með tilkomu krafts, vilja og trú á eigin getu. Þarna var á ferðinni lifandi og skemmtilegur fyrirlestur og óhætt er að segja að hann hafi hrifið alla með sér, bæði kennara og nemendur.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla