5. janúar 2024

Þrettándanum fagnað í Akurskóla

Þrettándanum fagnað í Akurskóla

Í Akurskóla hefur sú hefð myndast þar að nemendur og starfsfólk halda upp á þrettándann og kveðja jólin.

Þrettándagleðin er ávallt haldin í útikennslustofunni okkar í Narfakotsseylu og nemendur og starfsfólk labba saman þangað í tveimur hópum, annars vegar 1.-5. bekkur og hins vegar 6.-10. bekkur. Í Narfakotsseylu er svo kveiktur varðeldur og boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Björgunarsveitin á svæðinu hafði styrkt okkur um tvær flugeldatertur og var þeim skotið upp. Veðrið var milt og smá vindur sem kom ekki að sök þar sem allir voru vel klæddir. Allir héldu svo til baka upp í skóla þar sem hefðbundin kennsla tók við og engan sakaði þrátt fyrir mikla hálku.   

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla