Þrettándanum fagnað í Akurskóla
Í dag kvöddu nemendur og starfsfólk Akurskóla jólin með árlegri samveru í Narfakotsseylu. Að venju var elstu nemendum á leikskólunum Akri og Holti boðið að njóta með okkur í Akurskóla
Kveikt var upp í eldstæðinu og skapaði það einstaklega notalega og skemmtilega stemningu. Boðið var uppá heitt súkkulaði og piparkökur sem runnu ljúft niður. Veðrið var einstaklega fallegt en þó smá kalt og var því gott að fá heitt að drekka til að hlýja sér. Í lok stundarinnar var skotið upp flugeldatertu í boði Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Myndir af viðburðinum eru í myndasafni heimasíðu Akurskóla.
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.


