6. janúar 2023

Þrettándinn í Akurskóla

Þrettándinn í Akurskóla

Nemendur og starfsfólk Akurskóla héldu upp á þrettándann í dag, 6. janúar. 

Við byrjuðum á því að fara niður í Narfakotsseylu þar sem kveiktur var eldur og nemendur fengu súkkulaði og piparkökur. Björgunarsveitin á svæðinu hafði styrkt okkur um tvær tertur og var þeim skotið upp.

Stillt veður var en mjög kalt eða mínus 12 gráður. Nemendur héldu svo upp í skóla þar sem margir hópar héldu samverustund í anda litlu jólanna þar sem skóli féll niður þann 20. desember sökum veðurs og ófærðar. 

Nemendur í 5. bekk sýndu helgileikinn á sal skólans fyrir nemendur í 1. - 6. bekk og hátíðleikin sveif yfir vötnum og stóðu nemendur sig afar vel og voru mjög vel æfð. 

Frábær dagur og fleiri myndir í myndasafni skólans. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla