4. mars 2014

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninar

Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember hófst undirbúningur hjá nemendum í 7. bekk fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í DUUS-húsum fimmtudaginn 13. mars klukkan 16:30. Bekkjarkeppni var haldin þriðjudaginn 25.febrúar og voru sjö nemendur valdir til að taka þátt í undanúrslitum sem fram fóru í dag á sal Akurskóla. Nemendur höfðu æft sig vel fyrir keppnina og voru dómarar ekki öfundsverðir af hlutverki sínu. Benjamín Kristján og Kristján Jón voru valdir af dómnefnd til að vera fulltrúar skólans í keppninni og erum við viss um að þeir eiga eftir að standa sig vel.

?+

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla