12. ágúst 2025

Upphaf skólastarfs haustið 2025

Skólastarf í Akurskóla hefst á ný mánudaginn 25. ágúst 2025. Fyrsti skóladagurinn er skertur dagur og er ætlaður fyrir hópefli og undirbúning fyrir vetur.

Nemendur í 1. bekk mæta kl. 8:20 á sal með foreldrum sínum á skólasetningu. 2.-7. bekkur mæta í skólann kl. 8.20 og 8.- 10. bekkur mæta kl. 8.30. Skóla lýkur kl. 11.00 hjá öllum árgöngum.

Frístund opnar kl. 11:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.  

Við minnum á að nemendum í 1.-7. bekk er óheimilt að koma með síma í skólann en sú regla hefur skilað góðum árangri og eflt bæði félagsþroska og samskiptahæfni nemenda.

Við hlökkum til að hefja nýtt og spennandi skólaár 2025-26.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla