14. ágúst 2023

Upphaf skólastarfs í Akurskóla

Upphaf skólastarfs í Akurskóla

Nú styttist í að skólastarf hefjist í Akurskóla þetta haustið.

Fyrsti dagurinn er 23. ágúst. Þessi dagur verður skóladagur hjá nemendum í 2. – 10. bekk og notum við hann fyrir hópefli og til að undirbúa starfið fram undan með nemendum. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum þennan dag og verða með hópinn sinn til 13:20. Frístund hefst kl. 13.20 þennan dag fyrir nemendur sem þar eru skráðir.

Nemendur í 2. - 6. bekk mæta kl. 8:20 og dvelja í skólanum til 13:20. Frístund opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Nemendur í 7. - 10. bekk mæta kl. 8:30 og dvelja í skólanum til 13:20.

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal til umsjónarkennara miðvikudaginn 23. ágúst. Þar gefst tækifæri til að hitta kennarann og ræða saman um barnið sem er að hefja skólagöngu. Foreldrar fá tölvupóst frá umsjónarkennurum um tímasetningu funda. Nemendur í 1. bekk sem eru skráðir í frístund geta komið í frístund kl. 13:20 kjósi foreldrar það.

Hefðbundin skólasetning fyrir 1. bekk verður svo að morgni 24. ágúst kl. 8:20 en þá býður aðstoðarskólastjóri nemendur velkomna. Foreldrar eru velkomnir á athöfnina. Nemendur fara svo í kennslu að athöfn lokinni.

Tímasetningar
Nemendur í 7. – 10. bekk byrja í skólanum öllu jafna kl. 8:30. Mikilvægt er þó að skoða vel stundatöflur á Mentor þar sem tímasetningar geta verið breytilegar vegna vals eða íþrótta- og sundtíma.

Hjá nemendum í 1. – 6. bekk hefst skólinn kl. 8:20. Stofur opna þó kl. 8:00. Nemendur geta dvalið þar í rólegheitum með stuðningsfulltrúa þar til kennsla hefst ef foreldrar kjósa það.

Skólahúsnæðið opnar kl. 7:50, en mælst er til þess að nemendur mæti ekki fyrr en eftir kl. 8:00 þegar stuðningsfulltrúar eru mættir til vinnu og sinna gæslu.

Hlökkum til samstarfsins skólaárið 2023-2024.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla