Útikennsla 3. bekkur

Undanfarið hafa Kálfar og Kiðlingar verið að vinna mjög fjölbreytt og skemmtilegt „vorverkefni“. Það fyrsta sem gert var, var að taka afleggjara af blómum og afklippur af trjám og runna sem komið var fyrir í vatni. Svo er hugmyndin að fylgjast með og rannsaka það sem gerist þegar líður á. Þegar við mættum í skólann eftir að hafa farið í helgarfrí var öspin búin að opna brumið og laufin farin að sjást vel, og ilmurinn er alveg dásamlegur.
Næsta skref var að fara í Narfakotsseylu og koma fyrir skordýragildrum til að athuga hvort einhver þeirra væru vöknuð til lífsins. Þegar gildrurnar voru búnar að vera í 6 sólarhringa (sem var akkúrat þriðjudag 23. apríl) fórum við og rannsökuðum innihaldið. Eina lífið sem við urðum vör við voru nokkrir ungir járnsmiðir og einhver pínulítil rauð padda sem var mjög snögg að láta sig hverfa.
Við erum líka að afla okkur upplýsinga um gróðurinn, hvernig fræ verður til og svo í framhaldinu hvernig við fáum fræ til að spíra og verða að jurt.
Samhliða eru nemendur að búa til vinnubók um viðfangsefnið og er ekki hægt að segja annað en þar séu á ferð miklir snillingar í ritun og myndskreytingum.
Endilega skoðið myndirnar sem fylgja þessari grein.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.