19. desember 2025

Vel heppnuð Jólahátíð Akurskóla

Vel heppnuð Jólahátíð Akurskóla

Í dag, föstudaginn 19. desember, héldum við jólahátíð í Akurskóla. Nemendur mættu í íþróttahús Akurskóla þar sem skemmtunin fór fram. Bergur Leó Sigurþórsson og Atli Rúnar Eyþórsson, nemendur í 10. bekk, stýrðu samkomunni og gerðu það einstaklega vel. Byrjað var á því að kynna verðlaunahafa í Jólahurðakeppninni og var mikil spenna fyrir því. Í ár voru það 1., 5., 9. bekkur og námsverið á unglingastigi sem þóttu með fallegustu hurðirnar. Í dómnefnd voru þau Júlí Mjöll Jens Hörpu, Elísabet Kjartansdóttir og Haraldur Axel Einarsson og voru þau ekki öfundsverð að velja bestu hurðina því þær voru hver öðrum glæsilegri.

Næst voru úrslit úr Akurpennanum, ljóðasamkeppni Akurskóla, kynnt. Akurpenninn er haldinn til minningar um Magneu Ólafsdóttur fyrrum kennara í Akurskóla sem lést um aldur fram árið 2020. Var hún mikill ljóðaunnandi og hélt utan um þessa keppni árum saman. Árgangurinn sem semur flest ljóð, sýnir vandvirkni og metnað fær Magneubikarinn og í ár var það 7. bekkur sem hlaut bikarinn. Einnig var besta ljóðið valið og í ár var það ljóðið Gleði í Akurskóla eftir Aþenu Mist Owen, nemanda í 7. bekk sem sigraði. Fékk Aþena Mist gjafabréf í Huppu og viðurkenningarskjal.

Að verðlaunaafhendingu lokinni sýndi 5. bekkur leikrit um íslensku jólasveinana. Eru nemendur búnir að vera að æfa allan desember og var afraksturinn glæsilegur. Vel gert hjá nemendum og kennurum í 5. bekk.

Endað var á því að dansa í kringum jólatréð við undirleik Skúla Freys Brynjólfssonar sem kemur ár hvert og stýrir söng og dansi.

Nemendur enduðu síðan daginn á notalegri stund í sínu rými þar sem þeir gæddu sér á góðgæti og fengu pakka.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum yndislegar stundir á liðnu ári og hlökkum til nýrra tækifæra árið 2026.

Fleiri myndir í myndasafni skólans. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla