Verðlaunaafhending Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ

Mánudaginn 13. október voru veittar viðurkenningar fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Uppbrot var gert á kennslu og öllum nemendum skólans var boðið á athöfnina sem fram fór í íþróttasal Akurskóla. Góð þátttaka var í báðum verkefnum. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hver hringur er 2,5 km og voru veittar viðurkenningar til þeirra sem hlupu fjóra hringi eða fleiri. Veitt voru verðlaun fyrir flesta kílómetra að meðaltali hvers árgangs. Sigurvegarar í ár voru 4., 7. og 10. bekkur.
Ár hvert er keppt um gullskóinn en sá bekkur sem gengur oftast í skólann hreppir hann. Þátttaka var virkilega góð á meðal nemanda þetta skólaárið. Í ár voru það nemendur í 4., 6. og 8. bekk sem hlutu gullskóinn.
Myndir í myndasafni skólans.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.