15. september 2023

Vetrarfrí og starfsdagar fram undan

Vetrarfrí og starfsdagar fram undan

Við viljum minna á að fimmtudagurinn 21. september er skertur nemendadagur. Þann dag eru nemendur í skólanum til 10:40/50. Kennsla er samkvæmt stundaskrá þar til nemendur halda heim en nemendur sem eru skráðir í frístund geta dvalið þar.

Föstudaginn 22. september er vetrarfrí og mánudagurinn 25. september og þriðjudagurinn 26. september eru starfsdagar. Þessa daga er skólinn lokaður og frístundaskólinn er einnig lokaður.

Um helmingur starfsfólks heldur til Finnlands þessa daga til að kynna sér skóla þar og strauma og stefnur. Hinir sem verða í skólanum fá fyrirlestra og fara í skólaheimsóknir á Íslandi.

Við hlökkum til að hitta alla ferska miðvikudaginn 27. september.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla