13. október 2022

Viðurkenningar fyrir Ólympíuhlaup ÍSÍ og verkefnið Göngum í skólann.

Viðurkenningar fyrir Ólympíuhlaup ÍSÍ og verkefnið Göngum í skólann.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.

Markmið verkefnisins, Göngum í skólann, er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Von ÍSÍ er að þetta verkefni sé hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.

Góð þátttaka var í báðum verkefnunum í Akurskóla. Nemendur í 3. bekk voru duglegust yfir skólann að ganga í skólann en um 93% þátttaka var í þeirra árgangi. Nemendur 7. bekkjar áttu bestan árangur yfir fjölda kílómetra í Ólympíuhlaupinu. Nemendur fengu einnig viðurkenningu fyrir að hlaupa fimm eða fleiri hringi í hlaupinu. Glæsilegur árangur hjá nemendum Akurskóla.

Verðlaunahafar Ólympíuhlaups ÍSÍ

4. bekkur

7. bekkur

9. bekkur

Verðlaunahafar í Göngum í skólann

3. bekkur

7. bekkur

9. bekkur

Fleiri myndir í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla