5. febrúar 2024

Vika6 er hafin

Vika6 er hafin

Í sjöttu viku taka skólarnir þátt í Vika6. Allir nemendur Akurskóla fá einhverja fræðslu tengda forvarnarkafla bekkjarnámskrár.

Efnisþættir vikunnar í 8. - 10. bekk voru valdir í könnun sem nemendur og forsjáaðilar fengu senda fyrr á árinu. Viðtökur voru frábærar en rúmlega 700 svör bárust. Tengiliðir forvarnarteyma í grunnskólum Reykjanesbæjar unnu drög að kennsluáætlun út frá svörunum. Sem allir skólar hafa aðgang að og taka mið af. Þeir þættir sem stóðu upp úr voru samskipti og sambönd, öryggi og ofbeldi, heilsa og velferð og kynlíf, kynheilbrigði og æxlun.

Forvarnarteymin starfa samkvæmt Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teymanna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Forvarnaráætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar eru birtar í bekkjarnámskrár skólanna og eru í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. 

Við viljum nýta tækifærið og biðja foreldra/forráðamenn að vera með okkur í þessu átaki eins og í fyrra og taka umræðuna heimafyrir. Spyrja út í fræðsluna og ræða kynferðismál almennt.  

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla