Víkingaþema í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk Akurskóla fengu nýlega tækifæri til að stíga aftur í tímann með Víkingaverkefni sem tengdi list- og verkgreinar saman í skemmtilegu samstarfi. Verkefnið, sem var unnið í list- og verkgreinum skólans, endaði með viðburði í Narfakotsseylu þar sem allir nemendur sameinuðust í Víkingaanda.
Nemendur höfðu unnið hörðum höndum í mismunandi greinum: Í smíði smíðuðu nemendur sverð og nælur með fornum Víkingarúnum. Í textílmennt saumuðu nemendur skikkjur og í myndlist var kynnt Víkingalist þeirra tíma. Allir hóparnir sameinuðust svo í gær í Narfakotsseylu þar sem heimilisfræðikennarinn hafði útbúið brauðdeig og kveikt varðeld.
Með skikkjur og nælur á sér bökuðu nemendur brauð á prikum yfir eldinum líkt og Víkingar. Nemendur voru með sína nútíma útgáfu og settu súkkulaði með í deigið sem var mjög girnilegt og sumir grilluðu sykurpúða í forrétt og eftirrétt.
Kennarar skólans þau Halldóra, Helga Lára, Júlí og Sigurbergur sem stóðu að þessu skemmtilega verkefni létu vel af samvinnu og sköpunargleði nemenda og veðrið var yndislegt þennan dag.
Fleiri myndi í myndasafni skólans.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.