17. maí 2013

Vorferð 1. bekkur

Vorferð 1. bekkur

 

Þann 14. maí fór 1. bekkur í sitt fyrsta vorferðalag í Akurskóla. Leiðin lá að sveitabænum Bjarteyjarsandi í Hvalfirði en þar er stunduð sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Arnheiður og Guðmundur eru bændur á bænum og þau tóku á móti okkur kl. 10.00 en krakkarnir byrjuðu á snæða nestið sitt enda öll orðin svöng eftir rútuferðina. Síðan lá leiðin í fjárhúsin þar sem krakkarnir sáu hunda, hesta, kindur, lömb, grísi og kanínur auk þess sem við vorum svo heppin að það var mús á ferli sem vakti mikla hamingju hjá nokkrum drengjum sem reyndu ítrekað að ná henni en músin var sneggri og lét þá ekki góma sig. Krakkarnir fengu að halda á nýfæddum lömbum, klappa kanínunum og hnoðast í heyinu og allt vakti þetta mikla lukku hjá börnunum. Við vorum einnig svo heppinn að það fæddist lamb á meðan við vorum í fjárhúsunum og það var mikil spenna í hópnum á meðan við fylgdumst með kindinni bera.
Að þessu loknu gekk hópurinn niður í fjöru og buslaði í sjónum og skoðaði krabba og það voru ansi margir sem komu blautir úr fjörunni enda mikið fjör.
Í hádeginu var boðið upp á grillaðar pylsur og svala og rann það ljúft niður í svanga kroppa. Geitin á bænum hafði mikinn áhuga á börnunum og ekki síst matnum og vakti það mikla lukku hjá krökkunum að skottast um með henni og geitin var ekki síður ánægð. Að lokum var leikið sér á leikvellinum fyrir neðan bæinn og í gömlum traktor sem prýðir hlaðvarpan og allir fóru ánægðir og glaðir upp í rútuna kl. 13.00 þegar lagt var af stað heim.
Við vorum komin aftur heim um þrjú-leitið og krakkarnir voru sælir og ánægðir með sveitaferðina enda skemmtu þau sér öll vel og voru skólanum okkar til sóma.
 
Hægt er að skoða myndir í myndasafni
 
 
 
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla