9. maí 2014

Vorferð 1. bekkur

Vorferð 1. bekkur

Í gær þann 8. maí fór 1. bekkur í vorferðalag. Leiðin lá að sveitabænum Bjarteyjarsandi í Hvalfirði en þar er stunduð sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Þar tók Þórdís á móti okkur kl. 10.00 en krakkarnir byrjuðu á því að borða nestið sitt. Síðan lá leiðin í fjárhúsin þar sem krakkarnir sáu hunda, hesta, kindur, lömb og kanínur. Krakkarnir fengu að halda á nýfæddum lömbum, klappa kanínunum og hnoðast í heyinu og allt vakti þetta mikla lukku hjá börnunum. Að þessu loknu gekk hópurinn niður í fjöru og buslaði í sjónum og skoðaði krabba og það voru ansi margir sem komu blautir úr fjörunni enda mikið fjör. Í hádeginu var boðið upp á grillaðar pylsur og svala og rann það ljúft niður í svanga kroppa. Hundarnir á bænum höfðu mikinn áhuga á börnunum. Að lokum var leikið sér á leikvellinum fyrir neðan bæinn og í gömlum traktor sem er á hlaðinu. Við vorum komin aftur heim um þrjú-leitið og krakkarnir voru sælir og ánægðir með sveitaferðina enda skemmtu þau sér öll vel og voru skólanum okkar til sóma.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla