Vorferð 2. bekkur

Nemendur í 2. bekk fóru í sína árlegu vorferð í gær. Farið var á hreystivöllinn við Grunnskólann í Sandgerði, síðan var haldið á Garðskagavita og þar týndu nemendur krabba, marflær og síli í fjörunni. Þaðan var farið í Þekkingarsetrið í Sandgerði þar sem nemendur fræddust um ýmiss sjávardýr og fugla. Þar voru grillaðar pylsur í veðurblíðunni. Vel heppnuð ferð í góðu veðri og góðum félagsskap. Hægt er að skoða myndir í myndasafni.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.