Vorferð 3. bekkur

Vorferðin hófst á rútuferð frá skólanum í Orkuverið jörð þar sem tekið var á móti hópnum með stuttri leiðsögn og upplýsingum um safnið en síðan var það í höndum krakkanna að skoða og upplifa. Hægt var að spreyta sig á fjölbreyttum þrautum og upplifa td. jarðskjálfta sem var 6,5 á Richer. Í lokin snæddu nemendur nestið sitt og stigu síðan upp í rútuna sem flutti þá að „brúnni milli heimsálfa“. Þar röltu nemendur á örskotsstund milli Evrópu og Ameríku og blésu ekki úr nös. Allir fóru að sjálfsögðu niður í gjánna á milli heimsálfanna og flestir fóru úr skóm og sokkum til að upplifa sandinn á milli tánna. Það var einhver sólstrandarfílingur sem greip um sig í hópnum þrátt fyrir töluverðan vind og smá kul í lofti. Þarna var boðið upp á hádegisveriðinn en að honum loknum var gengið þar sem leið lá niður að „Sandvíkurvatni“. Flestir unnu það þrekvirki að fara í fótabað í vatninu þrátt fyrir að það væri ís kalt og gruggugt. Þá var tími til kominn að halda heim á leið og að sjálfsögðu var lagið tekið í rútunni.
Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafni.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.