13. maí 2014

Vorferð 3. bekkur

Nemendur í 3. bekk fóru  í vorferð í Sólbrekkuskóg í dag. Farið var í skipulagða leiki s.s. boðhlaup, þrautaleiki, brennibolta, frjálsa leiki og var víkingaspilið spilað. Einnig léku nemendur sér á leikvellinum og inn í skóginum. Í þrautleiknum þurftu nemendur m.a. að leysa reikningsdæmi, þau fengu orð sem í vantaði alla sérhljóða, einnig þurftu þau að nota ipad til að leysa nokkrar þrautir. Nemendur bjuggu til útilistaverk úr náttúrulegu efni.  Allir skemmtu sér mjög vel. Grillaðar voru pylsur og allir voru ánægðir með ferðina. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla