Vorferð 4.-5. bekkur

Þann 15. maí fór 4. og 5. bekkur í sína árlegu vorferð. Að þessu sinni var ákveðið að skipta árgöngunum upp. 4. bekkur byrjaði á því að ganga upp Þorbjörn og borðuðu nestið sitt þar. Eftir það fóru þau Reykjaneshringinn þar sem þau skoðuðu Reykjanesvitann, Gunnuhver, gengu brúna milli tveggja heimsálfa,borðuðu hádegismat og léku sér.
5. bekkur fór með rútu til Reykjavíkur. Þar heimsóttum þau Þjóðminjasafnið þar sem nemendur fræddumst um landnám Íslands og fengu að skoða ýmsa muni sem hafa fundist frá þessum tímum, þeir fengu einnig að klæðast fötum sem fólk klæddist áður fyrr. Nemendur fóru einnig í Nauthólsvíkina þar sem þeir syntu í sjónum og hlýjuðu sér svo í heitapottinum.
Það var ekki að annað að sjá en nemendur í báðum árgöngum hafi skemmt sér konunglega og komu þau heim með bros á vor. Nemendur voru skólanum til sóma.
Hægt er að skoða myndir í myndasafni

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.