9. maí 2014

Vorferð 4. bekkur

Nemendur í 4. bekk fóru í vorferð í gær, fimmtudaginn 8. maí og tókst hún mjög vel. Farið var út á Garðskaga og gátu nemendur gert það sem þeir vildu. Leikið var í fjörunni, kastala gerð, veiðar, farið í fótbolta, Kubb/víkingaspilið var spilað, byggðasafnið var skoðað og farið var í bátinn Hólmstein. Vorum við ánægð með hvað nemendurnir voru áhugasamir um það að hafa gaman. Við vorum úti allan tímann fyrir utan þær örfáu mínútur sem að kíkt var á safnið og ofan í bátinn. Það var ekki sól og sumar en allir voru með sól í hjarta. 

 

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla