Vorhátíð
Í dag var vorhátíð Akurskóla haldin. Margt var í boði, s.s. hjólböruganga, negla nagla í spýtu, finna samstæður, sippa og kasta hringjum á keilur, stígvélakast, fótbolti, pokahlaup og fleira. Hoppukastali var í íþróttahúsinu og skemmtu allir sér mjög vel og var mikil gleði. Nemendur mættu í sínum litum og var mikil keppni sem endaði á því að:
4. SÁS var með flest stigin í 1.-4. bekk
7. bekkur var með flest stigin í 5.- 7. bekk
10. ÞLB vann með flestu stigin í 8. – 10. bekk
Hægt er að sjá myndir inn á heimasíðunni.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.