Aðstoðarskólastjóri

Næsti yfirmaður er skólastjóri.
Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og gengur því undir þeim kringumstæðum inn á verk- og starfssvið skólastjóra, tekur ennfremur þátt í daglegu samstarfi við skólastjóra um ábyrgð á stjórnun skólans og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar skólastarfsins.

Helstu verkefni:

 • Stjórnun daglegra starfa kennara, stuðningsfulltrúa og skólaliða.
 • Er yfirmaður frístundaskólans, Akurskjóls.
 • Skipulag námsefnis, kennsluhátta, kennsluáætlana og námsmats.
 • Skólaþróun og stefnumörkun skólastarfsins.
 • Setur upp endurmenntunaráætlun fyrir starfsmenn og kennara skólans.
 • Tekur starfsmannasamtöl ásamt skólastjóra.
 • Tekur þátt í mati á skólastarfi.
 • Framkvæmd markmiða Aðal- og skólanámskrár.
 • Stjórnun agamála og ástundunar nemenda.
 • Annast innkaup og pantanir námsefnis.
 • Annast, ásamt deildarstjóra, undirbúning og framkvæmd samræmdra prófa.
 • Að skipuleggja og stjórna undirbúningi og framkvæmd ferðalaga, árshátíða og félagslífs í samráði við starfsmenn skólans.
 • Að fylgjast með mætingum nemenda í samráði við skólastjóra, starfsmenn, forráðamenn og nemendur.
 • Skipulag og framkvæmd valgreina í 8. – 10. bekk
 • Að fylgjast með nýjungum á sviði kennsluhátta og námsefnis.
 • Að annast útgáfu bekkjarnámskráa.
 • Að stjórna vinnu við skólanámskrá.
 • Stjórna nemendaverndarráðsfundum.
 • Vinna að úrlausnum og skipulagi vegna sérkennslu og stuðningskennslu í samráði við verkefnastjóra stoðþjónustu.
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

 • Reykjanesbær
 • Heimili og skóli
 • Foreldrafélag Akurskóla