Skólastjóri

Næsti yfirmaður er fræðslustjóri.
Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og veitir skólanum faglega forystu.

Helstu verkefni:

 • Að vera faglegur leiðtogi skólastarfsins.
 • Að annast daglega stjórnun starfsmanna.
 • Að vera yfirmaður allra starfsmanna. Ber ábyrgð á starfsmannastjórnun, leyfisveitingum, ráðningum og starfslokum.
 • Gerð fjárhagsáætlunar.
 • Að bera ábyrgð á ráðningarkjörum starfsmanna í samráði við fulltrúa fræðsluskrifstofu.
 • Að stýra skólaþróun í samráði við aðra stjórnendur og kennara.
 • Gerð stundatöflu og skipulag kennslu.
 • Að hafa umsjón með öllum innkaupum á vegum skólans.
 • Að leiða yfirstjórn skólans og halda reglulega samráðsfundi stjórnenda.
 • Ábyrgur fyrir framkvæmd markmiða og stefnumótunar skólastarfsins.
 • Stýrir mati á skólastarfi.
 • Ber ábyrgð á lausn styttri og lengri forfalla í starfsmannahópnum.
 • Stjórnandi í úrlausn aga- og skólasóknarmála í samráði við aðstoðarskólastjóra, deildarstjóra, starfsmenn, forráðamenn og nemendur.
 • Að halda reglulega kennara- og starfsmannafundi og stjórna framkvæmd þeirra.
 • Stýrir starfi skólaráðs og boðar fundi.
 • Ábyrgðarmaður ferðalaga, árshátíða, blaðaútgáfu og félagslífs í samráði við starfsmenn skólans.
 • Að aðstoða nemendur, forráðamenn og starfsmenn við að finna úrræði vegna náms og/eða hegðunarörðugleika nemenda.
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

 • Reykjanesbær
 • Heimili og skóli
 • Foreldrafélag Akurskóla