Starfsáætlun og bekkjarnámskrár

Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig.
Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Akurskóla skiptist í tvo hluta: almennan hluta og starfsáætlun skóla en því riti fylgja bekkjarnámskrár fyrir hvern árgang.
Í bekkjarnámskrám koma fram m.a. bakgrunnsupplýsingar, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.
Starfsáætlun fyrir skólaárið 2023-2024 er hægt að lesa hér.
Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2023-2024 hafa einnig verið birtar á heimasíðu skólans og hægt er að smella hér til að nálgast þær.

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.