Skólanámskrá

 • Inngangur
 • Saga skólans
 • Kennslufræðileg sýn
 • Grunnþættir og markmið menntunar
 • Námsmat
 • Mat á skólastarfi
 • Móttökuáætlanir
 • Tengsl við grenndarsamfélagið
 • Framkoma og hegðun
 • Öryggis- og slysavarnir
 • Áfengis- og fíknivarnir
 • Viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og öðru ofbeldi
 • Jafnrétti og mannréttindi
 • Umhverfisstefna
 • Áfallaáætlun
 • Viðbrögð vegna hættuástands

Myndir í flísum: Akurskóli, Bjarki Jóhannsson, Svavar Herbertsson og Ozzo photography.

Inngangur

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Saga skólans

Saga skólans

Akurskóli er staðsettur í Innri-Njarðvík en nafn skólans er dregið af Akurskóla sem var byggður árið 1891, skólahald stóð þar fram til ársins 1906. Lýsing Kristjáns Sveinssonar höfundar Sögu Njarðvíkur á skólahúsinu sem reist var í samvinnu góðtemplarastúkunnar Djörfungar og hreppsins er svohljóðandi:

„Þetta hús var 6,3 m á lengd og 3,1-3,8 metrar á breidd. Lítill skúr var áfastur við norðausturgafl hússins. Þakið var járnklætt en veggirnir pappalagðir og voru tveir sex rúðu gluggar á suðvesturgaflinum. Var aðalhúsið haft fyrir kennslustofu, en skúrbyggingin fyrir kennarann og kennsluáhöldin. Húsið þótti ekki sem best fallið sem skólahúsnæði, enda var það ekki einangrað og gisið. Það var því kalsasamt og trekkfullt ef eitthvað var að veðri.“ 

Segir sagan að Árni Pálsson kennari hafið oft tekið nemendur heim til sín og kennt þeim þar þegar kalt var í veðri en Árni bjó í Narfakoti og sinnti barnakennslu í Njarðvík frá árinu 1894 og þar til hann andaðist árið 1900.

 

Fyrsta skóflustungan að núverandi Akurskóla var tekin 20. mars 2004. Akurskóli hóf starfsemi haustið 2005 og skólinn var formlega vígður 9. nóvember 2005.

Strax við upphaf undirbúningsvinnunnar kom fram vilji hjá stjórnendum í Reykjanesbæ að byggja á góðri reynslu af hönnun og byggingu Heiðarskóla sem tekinn var í notkun árið 2000. Strax á meðan skólinn var á hönnunarstigi árið 2003 til 2004 komu fram hugmyndir um að skólinn yrði opinn skóli. Stofur í kennsluhúsum voru opnaðar með því að taka niður veggi og voru settir í skólann tveir stórir stigar sem nýtast áttu í kennslu og til hvíldar fyrir nemendur. Annar var í miðrými skólans og hinn á gangi hjá kennslustofum.

Skólinn var byggður í þremur áföngum. Fyrst var kennsluhúsnæði á tveimur hæðum ásamt miðrými, sal og stjórnunarrými tekið í notkun. Haustið 2007 var íþróttahús og sundlaug við skólann tekið í notkun en fyrstu tvö árin var nemendum ekið í íþróttir og sund í íþróttamiðstöðina við Njarðvíkurskóla. Að síðustu var svo kennsluhúsnæði sunnan megin við miðrými tekið í notkun haustið 2008.

Þegar Akurskóli hófst hafði lengi verið beðið eftir skóla í Innri-Njarðvík en börn í hverfinu sóttu áður Njarðvíkurskóla og því var mikil eftirvænting í hverfinu þegar skólinn tók til starfa.

Strax þegar skólinn var vígður var ákveðið að nefna bókasafnið í miðálmunni Thorkellistofu til að heiðra minningu Jóns Þorkelssonar Thorcillius skólameistara í Skálholti. Jón fæddist í Innri-Njarðvík árið 1697. Minnismerki Ríkharðs Jónssonar um Jón sem stendur við kirkjuna í Innri-Njarðvík var afhjúpað 29. maí 1965. Jón var einkabarn vel stæðra foreldra en kynntist fátækt hér í kotunum í Innri-Njarðvík á sínum tíma. Hann lét allar eignir sínar renna til uppeldis og menningar fátækra barna í Kjalanesþingi að honum látnum. Fyrir utan að halda sögunni lifandi með því að láta bókasafnið bera eftirnafn Jóns þá eru gömul bæjarnöfn á kennslurýmunum í skólanum sem minnir á gamla tímann.

Á fyrsta ári skólans, haustið 2005 voru nemendur 85 talsins og 15 starfsmenn. Skólanum var skipt niður í tvö stig, yngra og eldra stig. Á yngra stigi voru þrír nemendahópar í 1. – 3. bekk og á eldra stigi tveir hópar í 4. og 5. bekk. Þá var strax boðið upp á frístundaskóla við skólann, nám í tónlistarskólanum og ein deild frá leikskólanum Holti hafði aðsetur í skólanum fyrstu árin.

Einkunnarorð skólans voru í upphafi: Börn eru gleðigjafar, skapandi og fróðleiksfús. Skólinn lagði strax áherslu einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara og útinám og hefur það haldist æ síðan.

Frá upphafi skólans 2005 og fram til haustsins 2013 var samkennsla árganga í skólanum, allra nema í 1. bekk og 10. bekk. Smátt og smátt fjölgaði í skólanum þegar fólk flutti í ört stækkandi hverfi og fleiri árgangar bættust við í skólanum. Haustið 2013 var hætt með samkennslu árganga og hverjum árgangi kennt sem einum hópi.

Akurskóli hefur alla tíð lagt mikla áherslu á teymiskennslu árganga, útinám og umhverfismennt. Skólinn hefur tvisvar sinnum flaggað Grænfánanum, fyrst árið 2012 og síðan árið 2014. Árið 2016 hlaut skólinn viðurkenningar frá Reykjanesbæ sem Fjölskylduvæn stofnun. Árið 2018 fékk svo verkefnið Vinnustundir á unglingastigi Hvatningarverðlaun fræðsluráðs. Árið 2021 hlaut Akurskóli aftur Hvatningarverðlaun fræðsluráðs og þá fyrir Instagram verkefnið Laxdælu í 9. bekk.  

Á 10 ára afmæli skólans árið 2015 var Rauðhöfði, listaverk á skólalóðinni sem nemendur unnu að með myndlistarkennaranum Helgu Láru Haraldsdóttur vígt. Það ár voru 465 nemendur við skólann og 70 starfsmenn. Þá var líka efnt til samkeppni um skólasöng Akurskóla af þessu tilefni. 

Í áranna rás hafa verið gerðar ýmsar breytingar á skólahúsnæðinu til að mæta þörfum nemenda í skólanum. Með því að minnka smíðastofuna um helming fengum við nýja kennslustofu haustið 2014. Á sama tíma var komið fyrir tveimur kennslustofum á skólalóðinni og þriðja bættist við 2015. Rýmum á unglingagangi var lokað og búnar til hefðbundnar kennslustofur árið 2015. Þá voru tvær kennslustofur stúkaðar af sumarið 2017 á yngra stigi til að fá fleiri kennslurými. Sumarið 2019 var annar af stigum skólans tekinn og settur hringstigi í staðinn í miðrými skólans til að nýting á sal yrði betri.

Haustið 2017 var hafinn undirbúningur að byggingu nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík. Komið var fyrir þremur kennslustofum við Dalsbraut. Börn í 1. – 3. bekk ofan Urðabrautar sóttu skóla þangað fyrsta árið og í 1. – 4. bekk skólaárið 2018-2019. Útibúið var undir stjórn Akurskóla í tvö skólaár. Heildarnemendafjöldi skólans var þá 550 nemendur og 85 starfsmenn. Haustið 2019 varð útibúið að sérstökum skóla, Stapaskóla og við það fækkaði nemendum Akurskóla og haustið 2020 þegar Stapaskóli var tilbúinn voru nemendur Akurskóla 350 en það ár þjónaði Akurskóla nemendum neðan Urðarbrautar í 1. – 9. bekk en öllum nemendum 10. bekkjar í Innri-Njarðvík. Nemendum hefur svo haldið áfram að fækka og voru 315 haustið 2022 og starfsmenn 66.

Vorið og haustið 2021 unnu nemendur og starfsmenn ný gildi fyrir skólann. Gildin sem urðu fyrir valinu voru Virðing – Gleði – Velgengni. Gildin voru kynnt foreldrum og 13. október kynntum við nýjar táknmyndir fyrir gildi skólans. Táknmyndirnar voru hannaðar af Hildi Hlín Jónsdóttur.

 

Haustið 2021 var stofnað, á vegum fræðsluyfirvalda Reykjanesbæjar, nýtt sértækt námsúrræði við skólann til viðbótar við Ösp í Njarðvíkurskóla og Eik í Holtaskóla. Úrræðið fékk nafnið Lind og upphaflega voru 2 nemendur í úrræðinu en haustið 2022 eru fjórir nemendur skráðir í Lindina. Stefnt er að stækkun Lindar smátt og smátt næstu árin þannig að hún þjóni 10-12 nemendum á hverjum tíma. Kennslufyrirkomulag í Lind er miðað við TEACCH líkanið og þjálfun fer fram með atferlismótun að hluta til.

Nokkur stöðugleiki hefur verið í stjórnun skólans. Aðeins tveir skólastjórar hafa stýrt skólanum. Fyrst Jónína Ágústsdóttir frá stofnun skólans til 2012 og núverandi skólastjóri Sigurbjörg Róbertsdóttir frá hausti 2012. 

Skólastjórar frá upphafi skólans:

2012-                                 Sigurbjörg Róbertsdóttir

2005-2012                          Jónína Ágústsdóttir

 

Aðstoðarskólastjórar frá upphafi skólans:

2019-                                  Þormóður Logi Björnsson

2014-2019                           Gróa Axelsdóttir

2012-2014                           Bryndís Guðmundsdóttir

2011-2012                           Halldóra K. Magnúsdóttir

2008-2011                           Lars Jóhann Imsland

Jan 2008 – mars 2008           Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir

2005 – des 2007                   Dröfn Rafnsdóttir

 

Merki skólans

Merki skólans var hannað af Árna Tryggvasyni og var tekið í notkun árið 2007. Nemendurnir í merkinu eru plöntur sem vaxa upp af fræjum á akri. Mismunandi litur þeirra gefur til kynna að öll erum við ólík og höfum okkar sérstöðu.

Upplýsingar á netinu og netfang

Akurskóli er með heimasíðu sem finna má á www.akurskoli.is. Þar er að finna allar upplýsingar um skólann og fréttir af skólastarfinu.

Einnig uppfærum við „facebook“ síðu skólans reglulega en hana má finna hér: https://www.facebook.com/akurskoli

Netfang skólans er akurskoli@akurskoli.is

Skólasöngur Akurskóla

Í tilefni af 10 ára afmæli skólans árið 2015 var efnt til samkeppni um skólasöng Akurskóla. Guðmundur Hreinsson vann samkeppnina og samdi bæði lag og texta. Lagið má heyra á heimasíðu skólans http://www.akurskoli.is/um-skolann/skolasongur

Skólasöngur Akurskóla

Í Akurskóla er gaman að vera

og lífleg erum við öll.

Allir hafa nóg að gera

þar sannast hvað við erum snjöll.

 

Menntun er okkar máttur

og mótar okkar fyrstu spor.

Í lífi óteljandi þrauta

Þar sem reynir á okkar þor.

 

Við erum börn

í Akurskóla alltaf svo dús.

Við erum skapandi börn

og svo fróðleiksfús.

Kennslufræðileg sýn

Kennslufræðileg sýn

Gildi Akurskóla eru leiðarljós skólastarfsins en þau eru virðing, gleði og velgengni sem táknmyndirnar endurspegla. Gildin eiga að endurspeglast í stefnu skólans og öllu hans starfi.

Merki skólans eru nemendur sem eins og plöntur vaxa upp af fræjum á akri. Mismunandi litur þeirra gefur til kynna að öll erum við ólík og höfum okkar sérstöðu.

Í Akurskóla er nemandinn í forgrunni og leitast er við að leita allra leiða til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Okkur finnst mikilvægt að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til náms en leggjum líka áherslu á teymiskennslu kennara, Uppbyggingarstefnuna, Byrjendalæsi, góðan námsárangur, fjölbreytta kennsluhætti, útikennslu og jákvæð og öflug samskipti við foreldra .

Jöfn tækifæri til náms eru ein af grunnstoðum menntastefnu Reykjanesbæjar. Í Akurskóla er þörfum nemenda mætt úr frá námsstíl, námshæfni og áhuga. Unnið er með sterkar hliðar nemenda og miðað er að því að gera nemendur sjálfstæða í námi með góðri endurgjöf. Við skólann starfa fjölbreyttar starfsstéttir til að mæta nemendum á sem skilvirkastan hátt.

Teymiskennsla kennara er ein af lykilstoðum í námi og kennslu nemenda. Hver árgangur er ein heild með tvo eða fleiri umsjónarkennara sem saman bera ábyrgð á undirbúningi og skipulagi kennslunnar. Kennarar skipta oft með sér verkum þannig að styrkleikar hvers og eins nýtast sem best í kennslu.

Uppbyggingarstefnan er notuð er til að skapa jákvæðan skólabrag og tryggja velferð allra innan skólans. Lögð er áhersla á að byggja upp sjálfsaga og ábyrgð hjá einstaklingum með samræðum um lífsgildi og eigið sjálf. Lögð er áhersla á lífsgildin, ábyrgð og virðingu, og er nemendum kennt að bera ábyrgð á eigin orðum og gjörðum.

Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð í læsi í 1. - 3. bekk. Kennsluaðferðin byggir á því að lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir þar sem merkingarbær viðfangsefni eru megináherslan og unnið er út frá gæðatexta. Áhersla er lögð á fjölbreytni og sveigjanleika í námsaðstæðum barnanna.

Til að stuðla að góðum námsárangri er námsumhverfi hvetjandi og væntingar eru gerðar til nemenda um nám óháð færni þeirra og getu. Allir nemendur fá áskorun og ögrun við hæfi í skólastarfinu.

Fjölbreyttir kennsluhættir og útikennsla eru ríkjandi þættir í skólastarfinu. Kennarar beita fjölbreyttum kennsluaðferðum í öllum kennslustundum og ígrunda starf sitt til að koma til móts við nemendur. Skólinn á útikennslusvæði, Narfakotsseylu, og nýtir það svæði ásamt öðru í nágrenni skólans til útikennslu. Nemendur læra að þekkja náttúruna og umhverfi skólans er nýtt til rannsókna og athugana.

Jákvæð og öflug samskipti við foreldra eru mikilvægur hlekkur í námi barnanna. Við viljum stuðla að faglegri samvinnu við foreldra og góðu upplýsingastreymi. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag sem styður við skólann á allan hátt. Einnig er skólaráð skólastjórnendum til ráðgjafar þegar á þarf að halda. Skólinn sendir reglulega pósta á foreldra ásamt því að vera með lifandi heimasíðu og Facebook síðu.

Í Akurskóla ríkir faglegur metnaður og leitast er eftir að skólinn sé eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmenn finna fyrir öryggi og vellíðan og fá tækifæri til að vaxa í starfi.

Grunnþættir og markmið menntunar

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Námsmat

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Mat á skólastarfi

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Móttökuáætlanir

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Tengsl við grenndarsamfélagið

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Framkoma og hegðun

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Öryggis- og slysavarnir

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Áfengis- og fíknivarnir

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og öðru ofbeldi

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Jafnrétti og mannréttindi

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Umhverfisstefna

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Áfallaáætlun

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Viðbrögð við utanaðkomandi ógn

Þessum texta geta notendur breytt eftir þörf

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

 • Reykjanesbær
 • Heimili og skóli
 • Foreldrafélag Akurskóla