Fréttir
Þemadögum lokið
Síðustu daga hafa verið þemadagar í Akurskóla þar sem lögð hefur verið áhersla á sköpun og að skreyta skólann. Nemendur og kennarar hafa unnið saman að fjölbreyttum verkefnum sem prýða nú skólann okkar. Meðal þess sem unnið var á þemadögum var sameiginlegt mósaik glerlistaverk, veifur sem endurspegla gildin okkar, jólatré úr við, jólaþorp, jólakúlu...
Lesa meiraKosningar í Akurskóla - Akurinn
Nemendur á unglingastigi hafa síðustu vikur verið að læra um lýðræðisleg vinnubrögð. Byrjað var á að fjalla um kosningar og kosningakerfið í Bandaríkjunum. Að því loknu var íslenska kerfið kynnt og nemendur fengu það verkefni að búa til stjórnmálaflokk, setja fram stefnumál og að búa til kynningarefni. Í dag var uppgjör á því verkefni þar sem nemen...
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu í Akurskóla
Föstudaginn 15. nóvember héldum við Dag íslenskrar tungu hátíðlegan í Akurskóla. Viðburðir dagsins hófust með því að nemendur í 2. til 6. bekk komu á sal þar sem flutt voru glæsileg atriði. Nemendur í 1. bekk, ásamt elstu nemendum í leikskólunum Akri og Holti, fengu heimsókn frá Áslaugu Jónsdóttur rithöfundi. Áslaug er m.a. höfundur bókarinnar Got...
Lesa meiraStarfsdagur 21. nóvember
Fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur í skólanum. Skólinn er lokaður þennan dag og einnig Akurskjól, frístundaskólinn. Starfsfólk skólans mun verja deginum í skólaheimsóknum á höfuðborgarsvæðinu ásamt annarri fræðslu. Skólastarf hefst aftur föstudaginn 22. nóvember samkvæmt stundaskrá. _________________________________________________ Thursda...
Lesa meiraAkurskóli 19 ára
Þann 9. nóvember 2005 var Akurskóli formlega vígður. Í dag héldum við upp á 19 ára afmæli skólans með því að hittast öll saman á sal í söngstund þar sem afmælissöngurinn var sunginn. Einnig voru tekin þrjú önnur skemmtileg lög. Eftir hádegismatinn var öllum boðið uppá popp og djús sem vakti mikla lukku. Sögu skólans má kynna sér hér: https://www.ak...
Lesa meiraLeikgleði með sögum og söng
Leikgleði með sögum og söng fyrir 1. og 2. bekk Verkefnið Leikgleði með sögum og söng er sameiginlegt verkefni allra grunnskóla Reykjanesbæjar. Í þessu verkefni er lögð áhersla á leik og söng í kennslu. Ýmis verkefni verða og hafa verið unnin í vetur tengt þessu. Nemendur í 1. og 2. bekk fengu skemmtilega heimsókn í dag en þá komu þær Birta og Imma...
Lesa meiraLindin hlaut styrk
Lindin hlaut styrk frá Blue Car Rental Sautján aðilar, félög og góðgerðarsamtök á Suðurnesjum fengu veglega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car Rental sem haldið var 12. október. Alls söfnuðust rúmar tuttugu og fimm milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum samhliða Góðgerðarfestinu. Lindin við Akurskóla fékk styrk að upphæð 1.400.000 krónur...
Lesa meiraSkertur dagur og vetrarfrí
Fimmtudaginn 24. október er skertur dagur í Akurskóla. Þann dag er kennt samkvæmt stundakrá til kl. 10:40 hjá 1. - 6. bekk og til kl. 10:50 hjá 7. - 10. bekk. Frístundaskólinn er opinn frá kl. 10:40 fyrir þau börn sem þar eru skráð Föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október er vetrarfrí í Akurskóla. Engin kennsla er þessa daga og frístundahe...
Lesa meiraLíðanfundir í október
Framundan eru líðanfundir í Akurskóla. Foreldrar eru boðaðir til morgunfundar ásamt öðrum foreldrum úr árganginum. Markmiðið með þessum fundum eru meðal annars að: • efla samstarf heimila og skóla • styrkja tengsl meðal foreldra • ræða líðan og félagslega stöðu barnanna...
Lesa meiraVerðlaun fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ
Þriðjudaginn 8. október voru veittar viðurkenningar fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Uppbrot var gert á kennslu og öllum nemendum skólans var boðið á athöfnina sem fram fór í íþróttasal Akurskóla. Góð þátttaka var í báðum verkefnum. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Margir höfðu orð á því að “fyrsti sumardagur ár...
Lesa meiraMyndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.