Fréttir
Páskafrí í Akurskóla!
Nú styttist óðum í páskahátíðina. Páskafrí nemenda og starfsfólks skólans hefst mánudaginn 14. apríl. Frídagarnir ná yfir alla páskavikuna og fram yfir annan í páskum en kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 22. apríl samkvæmt stundaskrá. Páskahátíðin er mikilvæg fjölskylduhátíð þar sem fólk kemur saman, nýtur samveru og fagnar vorinu. Þetta er kjörin...
Lesa meiraÁrshátíð Akurskóla 2025
Árshátíð Akurskóla verður haldin hátíðleg 3. og 4. apríl. Foreldrar/forráðamenn velkomnir. Árshátíð 7.-10. bekkjar 3. apríl kl. 19.00 á sal Akurskóla. Árshátíð 1.-3. bekkjar 4. apríl kl. 9.00 á sal Akurskóla. Kaffi, djús og kaka að skemmtiatriðum loknum Árshátíð 4.-6. bekkjar 4. apríl kl. 10.30 á sal Akurskóla. Kaffi, djús og kaka að skemmtiatri...
Lesa meiraÖskudagur
Það var sannarlega litríkur dagur í skólanum okkar í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í skrautlegum búningum og mátti sjá allt frá ofurhetjum til ævintýravera röltandi um gangana. Nemendur í 1. til 5. bekk tóku þátt í fjölbreyttum stöðvum sem settar voru upp um allan skóla. Meðal stöðva var Just dance, how to draw, spil og leikir. Eldri nemendur í...
Lesa meiraStóra upplestrarkeppnin í Akurskóla
Metnaðarfull skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Akurskóla í dag þar sem níu efnilegir nemendur úr 7. bekk sýndu framúrskarandi færni í upplestri. Keppnin var afrakstur vandaðs undirbúnings sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn. Stemningin var einstaklega góð en nemendur 6. bekkjar fylgdust með sem heiðursge...
Lesa meiraBarnabókagerð í 10. bekk - Akurinn
Fyrir áramót sökktu nemendur 10. bekkjar sér í að læra umhverfismennt í Akrinum sem er yfirheiti yfir samþættingu náttúrugreina, samfélagsgreina og upplýsinga- og tæknimenntar. Nemendur kynntust mörgum nýjum hugtökum og leiðum til að hugsa betur um nærumhverfi sitt. Þessi vinna endaði svo á mjög skemmtilegu verkefni þar sem krakkarnir völdu sér hug...
Lesa meiraSkert þjónusta á skrifstofu og vetrarfrí
Þjónusta á skrifstofu skólans verður skert þriðjudaginn 18. febrúar og miðvikudaginn 19. febrúar. Við biðjum ykkur vinsamlegast að skrá leyfi barna ykkar á Mentor þessa daga og senda frekar tölvupóst á netfangið akurskoli@akurskoli.is en að hringja. Einnig viljum við minna á að fimmtudaginn 20. febrúar er starfsdagur og föstudaginn 21. febrúar er v...
Lesa meiraRauðar veðurviðvaranir
Frá klukkan 16:00 í dag taka við rauðar veðurviðvaranir vegna einstaklega ákafra og hættulegra veðurskilyrða. Í rauðri veðurviðvörun má búast við veðri sem hefur mjög mikil og víðtæk samfélagsleg áhrif. Búast má við skemmdum, líkur á slysum eru miklar og veðrið getur ógnað lífi. Viðbúið er að samgöngur falli niður og aðgengi að innviðum og þjónustu...
Lesa meiraSkemmtileg nemendastýrð foreldraviðtöl í 3. bekk
Nemendastýrð foreldraviðtöl eru mikilvægur þáttur í skólastarfi Akurskóla þar sem nemendur taka virkan þátt í að miðla upplýsingum um nám sitt og framfarir til foreldra. Tilgangur þessara viðtala er að efla ábyrgð nemenda á eigin námi, auka sjálfstraust þeirra og bæta samskipti milli nemenda, foreldra og kennara. Með því að undirbúa og leiða viðtöl...
Lesa meiraSamtalsdagur 29. janúar
Miðvikudaginn 29. janúar er samtalsdagur í Akurskóla. Foreldrar/forráðafólk bóka viðtal við umsjónarkennara í gegnum Mentor. Opnað hefur verið fyrir bókanir og geta foreldrar/forráðafólk því bókað sín viðtöl. Nemendur eiga að mæta með foreldrum/forráðafólki í viðtalið. Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda en listi með stofuskipan er að finna á up...
Lesa meiraSkólaþing í Akurskóla
Starfsmaður skólaþings Alþingis kom til okkar í heimsókn á miðvikudaginn síðastliðinn og leiddi nemendur 10. bekkjar í gegnum starfshætti þingheims við vinnslu laga. Nemendurnir fengu tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni sem fyrir þá voru lögð til lykta á þingflokksfundum, nefndarfundum og þingfundu...
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.