Fréttir

Breytingar í stjórnun Akurskóla
3. janúar 2024
Breytingar í stjórnun Akurskóla

Nú um áramótin verða smávægilegar breytingar í stjórnun Akurskóla. Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri hefur tekið að sér tímabundið verkefni sem grunnskólafulltrúi menntasviðs Reykjanesbæjar í hálfu starfi. Hún mun því sinna stjórnun Akurskóla að hluta til ásamt að vinna sem grunnskólafulltrúi. Í hennar stað höfum við fengið inn liðsauka í stjórn...

Lesa meira
Jólakveðja og upphaf skólastarfs í janúar
20. desember 2023
Jólakveðja og upphaf skólastarfs í janúar

Starfsfólk Akurskóla sendir öllu skólasamfélaginu bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Við þökkum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.  Skólastarf hefst aftur miðvikudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá....

Lesa meira
Nemendur í Akurskóla í viðtali í belgískum krakkafréttum
20. desember 2023
Nemendur í Akurskóla í viðtali í belgískum krakkafréttum

Í gær fóru þær Aðalheiður Ísmey og Margrét Rós í viðtal hjá Karrewiet, sem eru belgísku krakkafréttirnar. Þar voru þær beðnar um að segja belgískum krökkum frá eldgosinu við Sýlingafell. Hlekkur í fréttinni fyrir áhugasama....

Lesa meira
Jólaleiksýning leiklistarvals Akurskóla
19. desember 2023
Jólaleiksýning leiklistarvals Akurskóla

Nemendur í leiklistavali settu upp stutta jólasýningu sem var sýnd nemendum í dag....

Lesa meira
Hátíðarmatur
15. desember 2023
Hátíðarmatur

Fimmtudaginn 14. desember var jólamatur í Akurskóla. Jólamaturinn í Akurskóla er mjög skemmtileg hefð sem bæði nemendur og starfsfólk bíða spennt eftir. Þá er matsalurinn settur í hátíðarbúning og lagt á borð fyrir nemendur, sem margir mættu prúðbúnir fyrir tilefnið, með servíettum og kertaljósi. Nemendum er svo þjónað til borðs af starfsfólki skól...

Lesa meira
Jólahátíð Akurskóla
14. desember 2023
Jólahátíð Akurskóla

...

Lesa meira
Jólahurðakeppni Akurskóla 2023
13. desember 2023
Jólahurðakeppni Akurskóla 2023

Á aðventunni ár hvert er jólahurðakeppni í Akurskóla. Leggja nemendur mikinn metnað í hurðirnar og eru þær hver annarri glæsilegri. Reglurnar í ár voru þær að kennarar mættu bara taka þátt í hugmyndavinnunni en ekki framkvæmdinni og að einungis mætti skreyta hurðina sjálfa en ekkert í kring um hana. Fengnir voru utanaðkomandi dómarar til að taka út...

Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu
23. nóvember 2023
Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. Nóvember var haldinn hátíðlegur Dagur íslenskrar tungu í Akurskóla. Nemendur í 2. - 6. bekk komu á sal og voru með atriði sem þeir hafa verið að æfa undanfarna daga. Fyrsti hópurinn til að stíga á stokk voru 4., 5. og 6. bekkur sem sungu lögin Draumar geta ræst, Skólarapp og Snjókorn falla. Eftir frímínútur fengu nemendur í 2. og 3. bekk a...

Lesa meira
Starfsdagur
22. nóvember 2023
Starfsdagur

Fimmtudaginn 23. nóvember er starfsdagur í skólanum og eiga nemendur frí þennan dag. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag....

Lesa meira
Vígsla Lindarinnar á 18 ára afmæli skólans
10. nóvember 2023
Vígsla Lindarinnar á 18 ára afmæli skólans

Fimmtudaginn 9. nóvember var Lindin vígð formlega í Akurskóla á 18 ára vígsluafmæli skólans. Lindin er sértækt námsúrræði á vegum Reykjanesbæjar sem er starfrækt í Akurskóla. Fyrsti vísir að Lindinni varð að vísu til fyrir tveimur árum með úrræði fyrir tvo nemendur á einhverfurófi innan skólans. Smátt og smátt hefur svo námsúrræði stækkað og er nún...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla