Fréttir
Lindin hlaut styrk
Ellefu aðilar, félög og góðgerðarsamtök á Suðurnesjum fengu veglega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car Rental sem haldið var 14. október. Alls söfnuðust rúmar tuttugu milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum samhliða Góðgerðarfestinu. Lindin við Akurskóla fékk styrk að upphæð 1.250.000 krónur. Akurskóli þakkar eigendum Blue Car Rental kæ...
Lesa meiraÞemadagar - Heimabyggðin mín
Dagana 12.-13. október voru þemadagar í Akurskóla. Þemað í ár var nærumhverfið okkar. Nemendum var skipt í hópa þvert á árganga og voru ýmis skemmtileg verkefni unnin. Hver hópur var nefndur eftir elstu götum Innri- Njarðvíkur. Meðal verkefna voru víkingaskip í anda Íslendings, teikningar af fyrsta skólanum í Innri-Njarðvík í samanburði við nýja Ak...
Lesa meiraSkertur dagur, vetrarfrí og kvennaverkfall
Föstudaginn 20. október er skertur dagur í Akurskóla. Þann dag er kennt samkvæmt stundakrá til kl. 10:40 hjá 1. - 6. bekk og til kl. 10:50 hjá 7. - 10. bekk. Frístundaskólinn er opinn frá kl. 10:40 fyrir þau börn sem þar eru skráð. Mánudaginn 23. október er vetrarfrí og skólinn lokaður þann dag. Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka ...
Lesa meiraStarfsáætlun og bekkjarnámskrár
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gef...
Lesa meiraGöngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ - uppgjör
Þriðjudaginn 10. október voru veittar viðurkenningar fyrir Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Nemendum var skipt milli stiga og fór athöfnin fram í íþróttasal Akurskóla. Góð þátttaka var í báðum verkefnunum. Viðurkenningar voru veittar fyrir þá sem hlupu fjóra hringi eða fleiri í Ólympíuhlaupinu en hver hringur er 2,5 km. Ár hvert er keppt um gu...
Lesa meiraList fyrir alla
List fyrir alla Í morgun var boðið uppá leiksýningu fyrir nemendur í 1. -3. bekk á vegum verkefnisins List fyrir alla. Listamennirnir Valgerður Guðnadóttir, Sigurður Helgi Oddsson og Matthías Stefánsson fluttu leikritið Ævintýrið um Ferðafljóð við góðar undirtektir. Saga og handrit er eftir Valgerði Guðnadóttur. Ævintýrið um Ferðafljóð Lítil stúlka...
Lesa meiraVetrarfrí og starfsdagar fram undan
Við viljum minna á að fimmtudagurinn 21. september er skertur nemendadagur. Þann dag eru nemendur í skólanum til 10:40/50. Kennsla er samkvæmt stundaskrá þar til nemendur halda heim en nemendur sem eru skráðir í frístund geta dvalið þar. Föstudaginn 22. september er vetrarfrí og mánudagurinn 25. september og þriðjudagurinn 26. september eru starfsd...
Lesa meiraAkurinn - þróunarverkefni á unglingastigi
Akurinn er þróunarverkefni í Akurskóla sem byggir á því að samþætta bóklegar námsgreinar á unglingastigi. Ákveðinn tímafjöldi sem áður tilheyrði ákveðnum fögum er nú tileinkaður Akrinum. Í Akrinum er unnið að hæfniviðmiðum ólíkra námsgreina í þemum. Nemendur eru ýmist í blönduðum árgangahópum eða vinna með sínum árgangi eftir því hvort að allir eru...
Lesa meiraSkóla- og kennslukynningar í Akurskóla
Fjölmargir foreldrar mættu í þessari og síðustu viku á kennslukynningar í Akurskóla. Kennarar og starfsfólk hvers stigs höfðu undirbúið kynningu á því helsta sem einkennir skólastarf Akurskóla og almennt starfið í skólanum. Á yngsta stigi var sérstaklega fjallað um byrjendalæsi og á elsta stigi var Akurinn kynntur en Akurinn er þróunarverkefni í sk...
Lesa meiraDenas hljóp heilt maraþon í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í Akurskóla
Í gær fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ í Akurskóla. Hlaupið byrjaði klukkan 10 og fór þannig fram að nemendur kepptust við að hlaupa eða labba eins marga hringi og þau gátu fram að hádegismat. Einn hringur er 2,5 kílómetrar og fóru þeir sem fóru lengst 7 hringi eða 17,5 kílómetra. Allir sem fóru 10 kílómetra eða lengra fá viðurkenningaskjal fyrir frábæra ...
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.