Fréttir
Akurskóli á íði
Það var góð mæting í fyrstu göngu vorsins. Genginn var 3 km hringur í Innri-Njarðvík. Lagt var upp frá Akurskóla, gengið niður á Strandleið og eftir henni í Narfakotsseylu þar sem borðað var nesti. Allir höfðu gott af útiverunni og skemmtu sér konunglega....
Lesa meiraStarfsdagur
Á fimmtudaginn nk., þann 30. apríl verður starfsdagur í Akurskóla. Þá fellur niður öll kennsla. Frístundarskólinn Akurskjól verður einnig lokaður þennan dag....
Lesa meiraLúlli sýnir teikningar
Lúðvík Ágústsson, oftast kallaður Lúlli, er 8 ára og er hann nemandi í Akurskóla. Áhugi hans á því að teikna og lita hófst á leikskólanum Akri og hefur hann haldist síðan. Næstu daga eða 24. apríl – 2. maí hefur fólk tækifæri til að sjá verkin hans en hann mun halda sína fyrstu myndlistarsýningu á Kaffitár í Innri-Njarðvík. Sýningin hans er liðu...
Lesa meiraSumardagurinn fyrsti
Starfsfólk Akurskóla óskar nemendum sínum og foreldrum þeirra gleðilegt sumar og þökkum fyrir veturinn....
Lesa meiraLestrarvinir
Nemendur í 2. og 6. bekk eru lestrarvinir og þá lesa nemendur fyrir hvort annað. Nemendum fannst þetta mjög skemmtilegt og heldur verkefnið áfram næstu vikur. Hægt er að sjá fleiri myndir í myndasafni....
Lesa meiraMarita
Í gær kom Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi frá Marita fræðslu með áfengis- og fíkniefnafyrirlestur fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Þar ræddi hann um mikilvægi þess að unglingarnir beri ábyrgð á eigin lífi og hvatti þau til að vega og meta áhrif fyrirmynda, taka afstöðu gegn neyslu vímuefna og móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl. Við þökkum M...
Lesa meiraHIV fræðsla
Í dag kom Einar Þór Jónsson framkvæmdarstjóri HIV Ísland samtakanna og fræddi unglingana okkar í 9. og 10.bekk um alnæmi eða HIV á Íslandi. Einar byrjaði með stutta kynningu á félaginu HIV Ísland og sagði nemendum frá starfssemi þess. Síðan fræddi hann krakkana um HIV og alnæmi, hver munurinn er þar á og smitleiðir. Einar talaði mikið um forvarnir...
Lesa meiraSkóladagatal 2015-2016
Skóladagatal næsta árs, skólaársins 2015 - 2016 hefur verið samþykkt í fræðsluráði. Hægt er að kynna sér nýja dagatalið hér!...
Lesa meiraDagur einhverfunnar
Föstudaginn 10.apríl nk. ætlum við í Akurskóla að halda uppá dag einhverfunnar en hann er haldinn 2.apríl ár hvert. Þar sem hann bar upp á Skírdag verður blái dagurinn haldinn nú á föstudaginn. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bláu. Athyglisverðar staðreyndir um einhverfu: - Einkenni einhverfu geta verið ...
Lesa meiraPáskafrí
Starfsfólk Akurskóla óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra páska. Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá....
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.