Fréttir

Akurskólabuff
25. mars 2015
Akurskólabuff

Foreldrafélag Akurskóla er með buff til sölu fyrir krakkana. Buffin eru vel merkt Akurskóla og er mjög gott fyrir allavega yngri nemendur að vera með buffin í vettvangsferðum eins og t.d. þegar farið er á setningu Ljósanætur. Buffin kosta 1800kr og eru til sölu uppi á skrifstofu hjá Habbý....

Lesa meira
Páskabingó
23. mars 2015
Páskabingó

Páskabingó í Akurskóla verður fimmtudaginn 26. mars. 1. - 3. bekkur kl. 17 - 18 4. - 6. bekkur 18:30 - 19:30 7. - 10. bekkur 20 - 21 Gómsæt páskaegg í vinning.  Verð: Eitt spjald 300 kr. Tvö spjöld 500 kr. Hvetjum alla til að mæta, mömmur og pabba, ömmur og afa, frænkur og frænda. Sjoppan verður opin og verður hægt að kaupa kaffi,...

Lesa meira
Skólahreystiskeppnin
20. mars 2015
Skólahreystiskeppnin

Lið Akurskóla lenti í 4. sæti í skólahreystiskeppninni í gær, sem fór fram í TM höllinni. Frábær árangur. Til hamingju allir.  Lið Akurskóla skipaði þau Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Bjarni Darri Sigfússon, Marín Veiga Guðbjörnsdóttir og Richard Brian Busching. Eyþór Ingi Einarsson var þjálfari þeirra.   Í keppninni var valinn litríkasti stuð...

Lesa meira
Sólstrandarsund
19. mars 2015
Sólstrandarsund

Vikuna 23. mars til 27. mars verður sólstrandarsund hjá öllum nemendum skólans. Það þýðir að strákar mega koma í stuttbuxum og stelpur mega koma í bikiní ef þau vilja. Einnig mega krakkarnir koma með sunddót, s.s.  uppblásinn bát, uppblásin dýr, vatnsbyssu eða froskalappir.   Kveðja  Sundkennarar...

Lesa meira
Árshátíð
18. mars 2015
Árshátíð

Árshátíð skólans var haldin í dag. Hátíðin var með breyttu sniði þetta árið þar sem 7.-10. bekkur voru með árshátið í gærkvöldi og endaði árshátíðin þeirra á balli þar sem Heiðar Austamann spilaði. Atriðri nemenda voru frábær, hvort sem það var leikur, söngur, dans eða grín,  þá var árshátíðin mjög skemmtileg. Að hátíðunum loknum gæddu nemendur, ...

Lesa meira
Undankeppni Stóru upplestarkeppninar
12. mars 2015
Undankeppni Stóru upplestarkeppninar

Í dag, þann 12. mars fór fram undankeppni Stóru upplestarkeppninar hjá 7. bekk. Bekkjarkeppnin var haldin í síðustu viku og voru átta nemendur valdir til að taka þátt í undanúrslitum sem fram fóru í dag á sal Akurskóla. Nemendur æfðu sig vel fyrir keppnina og voru þær Unnur Ósk og Olga Nanna valdar af dómnefnd til að fulltrúar skólans í keppninni o...

Lesa meira
Árshátíð
10. mars 2015
Árshátíð

Árshátíð Akurskóla verður: 17. MARS Bekkir: Mæting nemenda til umsjónarkennara: Árshátíð á sal hefst: 7.-10. bekkur Kl. 19:00 Kl. 19:30     Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir á árshátíðina. Við hvetjum nemendur að...

Lesa meira
Lúsin er í heimsókn
2. mars 2015
Lúsin er í heimsókn

Kæru foreldrar/forráðamenn   Það hafa komið upp 21 tilfelli af lús (sem er tilkynningarskylt til landlæknis) í Akurskóla á undanförnum vikum og er að breiðast hratt út um allan skólann. Því er NAUÐSYNLEGT  að allir foreldrar/forráðamenn taki höndum saman og KEMBI ÖLLUM BÖRNUM SÍNUM OG SJÁLFAN SIG og fari eftir viðeigandi ráðstöfunum til þess að...

Lesa meira
Skertur dagur
26. febrúar 2015
Skertur dagur

Við minnum á skerta daginn á morgun, föstudaginn 27. febrúar en þá er öll kennsla búin kl 11:10  Þeir sem eru í mataráskrift geta fengið sér að borða áður en þeir fara heim. Frístundarskólinn Akurskjól er opinn fyrir þá sem hafa sótt um það...

Lesa meira
Slæm veðurspá
24. febrúar 2015
Slæm veðurspá

Á morgun upp úr hádegi spáir mjög slæmu veðri. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól fyrir börnin en mikilvægt að foreldrar geri ráðstafanir að börn verði sótt í skólann þegar skóladegi lýkur eða fyrr eða síðar ef það hentar betur. Fylgist vel með veðurspám og brýnið fyrir börnunum að fara ekki út úr skólanum ef veður er vont....

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla