Fréttir
Jólaleiksýning leiklistarvals Akurskóla
Nemendur í leiklistavali settu upp stutta jólasýningu sem var sýnd nemendum í dag....
Lesa meiraHátíðarmatur
Fimmtudaginn 14. desember var jólamatur í Akurskóla. Jólamaturinn í Akurskóla er mjög skemmtileg hefð sem bæði nemendur og starfsfólk bíða spennt eftir. Þá er matsalurinn settur í hátíðarbúning og lagt á borð fyrir nemendur, sem margir mættu prúðbúnir fyrir tilefnið, með servíettum og kertaljósi. Nemendum er svo þjónað til borðs af starfsfólki skól...
Lesa meiraJólahurðakeppni Akurskóla 2023
Á aðventunni ár hvert er jólahurðakeppni í Akurskóla. Leggja nemendur mikinn metnað í hurðirnar og eru þær hver annarri glæsilegri. Reglurnar í ár voru þær að kennarar mættu bara taka þátt í hugmyndavinnunni en ekki framkvæmdinni og að einungis mætti skreyta hurðina sjálfa en ekkert í kring um hana. Fengnir voru utanaðkomandi dómarar til að taka út...
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu
Þann 16. Nóvember var haldinn hátíðlegur Dagur íslenskrar tungu í Akurskóla. Nemendur í 2. - 6. bekk komu á sal og voru með atriði sem þeir hafa verið að æfa undanfarna daga. Fyrsti hópurinn til að stíga á stokk voru 4., 5. og 6. bekkur sem sungu lögin Draumar geta ræst, Skólarapp og Snjókorn falla. Eftir frímínútur fengu nemendur í 2. og 3. bekk a...
Lesa meiraStarfsdagur
Fimmtudaginn 23. nóvember er starfsdagur í skólanum og eiga nemendur frí þennan dag. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag....
Lesa meiraVígsla Lindarinnar á 18 ára afmæli skólans
Fimmtudaginn 9. nóvember var Lindin vígð formlega í Akurskóla á 18 ára vígsluafmæli skólans. Lindin er sértækt námsúrræði á vegum Reykjanesbæjar sem er starfrækt í Akurskóla. Fyrsti vísir að Lindinni varð að vísu til fyrir tveimur árum með úrræði fyrir tvo nemendur á einhverfurófi innan skólans. Smátt og smátt hefur svo námsúrræði stækkað og er nún...
Lesa meiraSkertur dagur
Miðvikudaginn 8. nóvember er skertur dagur í Akurskóla. Þann dag er kennt samkvæmt stundakrá til kl. 10:40 hjá 1. - 6. bekk og til kl. 10:50 hjá 7. - 10. bekk. Frístundaskólinn er opinn frá kl. 10:40 fyrir þau börn sem þar eru skráð...
Lesa meiraVegna óvissustigs Almannavarna
Í ljósi óvissustigs Almannavarnar vegna jarðhræringa á Reykjanesi fórum við yfir viðbragðsáætlanir skólans og uppfærðum. Við hvetjum foreldra til að kíkja yfir þær í kafla 7.2 á bls. 40 í starfsáætlun skólans sem finna má á heimasíðu skólans....
Lesa meiraDraugahús á Hrekkjavöku
Nemendur í 5. bekk lögðust í heljarinnar verkefni í aðdraganda Hrekkjavökunnar. Þau breyttu kennslurýminu sínu í hræðilegt draugahús og buðu svo yngsta- og miðstigi í heimsókn. Nemendur og starfsfólk hjálpuðust að við að setja draugahúsið upp og svo mættu allir í sínum hræðilegustu búningum og hræddu líftóruna úr þeim sem þorðu að labba í gegn. Svo...
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.