Fréttir

Vorhátíð
30. maí 2014
Vorhátíð

Vorhátíð Akurskóla var haldin í dag. Öll hefðbundin kennsla féll niður.Nemendur skemmtu sér mjög vel og voru allir mjög ánægðir. Margt var í boði, s.s. nemendur gátu látið mála á sér andlitið, sundkeppni, boccia, fótbolti, baunapokakast, þræða perlur upp á þráð, negla nagla í gegnum spýtu og margt fleira. Hægt er að skoða myndir á myndasíðunni...

Lesa meira
Nýr aðstoðarskólastjóri
28. maí 2014
Nýr aðstoðarskólastjóri

Eins og flestum er kunnugt þá hefur Bryndís Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Akurskóla verið ráðin skólastjóri Myllubakkaskóla.  Í gær var gengið frá ráðningu Gróu Axelsdóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra frá og með 1. ágúst 2014. Gróa hefur unnið vð Grunnskólann í Sandgerði síðan 2003 og verið deildarstjóri þar síðan 2008. Hún er með M.Ed. í m...

Lesa meira
Samtalsdagur
26. maí 2014
Samtalsdagur

Við minnum á samtalsdaginn á morgun, þriðjudaginn 28. maí. Þá fara fram foreldraviðtöl. Engin hefðbundin kennsla verður því í skólanum. Frístundarskólinn Akurskjól verður opinn frá  08:10 – 16:00 fyrir þau börn sem hafa sótt um það....

Lesa meira
Valgreinafundur
23. maí 2014
Valgreinafundur

Mánudaginn 26.maí  kl. 8.30 - 9.00 verður fundur hér í Akurskóla um valgreinar sem verða í boði næsta skólaár fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Valgreinar eru hluti af skyldunámi og nemendum Akurskóla í 8.-10. bekk er gefinn kostur á að velja námsgreinar fyrir næsta skólaár nú á vordögum. Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn mæti með börnum sínum. Fu...

Lesa meira
Aðalfundur FFA
22. maí 2014
Aðalfundur FFA

Aðalfundur Foreldrafélags Akurskóla verður haldinn fimmtudaginn 22. maí 2014 kl. 20:30 á sal Akurskóla Fundarstjóri: Kosinn á staðnum Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera ... 3. Lagabreytingar 4. Kosning st...

Lesa meira
Skólaslit
21. maí 2014
Skólaslit

Föstudaginn 6. júní verða skólaslit Akurskóla haldin á sal skólans. Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Nemendur mæti til skólaslita sem hér segir: 1. bekkur kl. 8:15 2. - 3. bekkur kl. 9:30 4. - 5. bekkur kl. 10:30 6. - 7. bekkur 11:30 8. - 9. bekkur kl. 12:30 10. be...

Lesa meira
Samningar í höfn
20. maí 2014
Samningar í höfn

Launanefnd sveitarfélaga og FG hafa náð samningum og því verður hefðbundin kennsla á morgun, miðvikudaginn 21. maí....

Lesa meira
Bekkjarmyndir
20. maí 2014
Bekkjarmyndir

Við höfum ákveðið að þeir sem vilja fá bekkjarmynd, þá fyrir nemendur í 1., 4., 7. og 10. bekk geta komið upp á skrifstofu og borgað myndina á morgun miðvikudaginn 21. maí eða fimmtudaginn 22. maí.  Pantanir verða sendar á Oddgeir ljósmyndara seinnipartinn á fimmtudaginn og þá er ekki hægt að panta fleiri myndir. Bekkjarmyndin kostar 1500 kr....

Lesa meira
Óvissuferð Flott án fíknar
20. maí 2014
Óvissuferð Flott án fíknar

Flott án fíknar klúbburinn í Akurskóla fór í tveggja daga óvissuferð föstudaginn 16.maí sl. Lagt var af stað frá Akurskóla kl.14 og keyrt út í Sandgerði í Fræðasetrið. Þar var tekið á móti hópnum og hann sendur í ratleik um svæðið. Eftir ratleikinn var keyrt í átt að Höfnum, stoppað var við brúnna og gengið á milli heimsálfa, það fannst mörgum neme...

Lesa meira
Vorferð 6. bekkur
19. maí 2014
Vorferð 6. bekkur

Á föstudaginn sl. fóru nemendur í 6. bekk í vorferðalag. Byrjað var á því að fara í Nauthólsvík á ylströndina þar sem nemendur fóru að vaða og þar var borðað nesti. Þaðan var farið í Keiluhöllina og spilað var á sjö brautum. Síðan var farið í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem nemendur léku á alls oddi og þar var einnig borðaður hádegismatur. Veðrið...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla