Fréttir
Skólahreystiskeppnin
Lið Akurskóla lenti í 3ja sæti í Skólahreystiskeppninni í gær. Keppendur fyrir hönd Akurskóla voru: Bjarki Snær í upphýfingum og dýfum. Gunnhildur Björg í armbeygjum og hanga. Í hraðabrautinni kepptu svo Bjarmi Anes og Marín Veiga. Þau stóðu sig mjög vel og við óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur!...
Lesa meiraSkólahreysti
Á morgun, miðvikudaginn 26. mars er Skólahreystiskeppnin. Keppnin fer fram í Smáranum, Kópavogi kl. 19:00. Nemendur í 7. - 10. bekk geta farið með rútu frá Akurskóla. Mæting er í skólann kl. 17:30, rútan leggur af stað kl 17:45 og kostar 500 kr í rútuna. Skráning er hjá ritara. Áfram Akurskóli!!!...
Lesa meiraForskólatónleikar
Í morgun komu Lúðra- og strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hélt hina árlegu tónleika ásamt nemendum í 2.bekk í Akurskóla. Nemendur í 2. bekk spiluðu á blokkflautu og sungu nokkur lög. Þeir stóðu sig mjög vel og það var flottur hópur sem stóð á sviðinu. Nemendur í 1.-3. bekk fylgdust með ásamt nokkrum foreldrum. Á morgun, þriðjudaginn...
Lesa meiraÁrshátíð
Árshátíð Akurskóla verður haldin fimmtudaginn 27. mars nk. Bekkir: Mæting nemenda til umsjónarkennara: Árshátíð á sal hefst: 1.-3. bekkur Kl. 08:10 Kl. 08:30 4.-6. bekkur Kl. 10:20 ...
Lesa meiraHátíðarkvöldverður
Í gær var hátíðarkvöldverður með nemendum í 10. bekk. Foreldrarnir höfðu skreytt salinn, undirbúið matinn og þjónuðu til borðs. Nokkur atriði voru á dagskrá, Ólöf sá um foreldraræðuna, Þórdís Anja söng mjög fallega, myndasýningar, ræða frá Sigurbjörgu skólastjóra og viðurkenningar sem nemendur kusu nemendur. Síðan héldu nemendur á árshátíðarball í ...
Lesa meiraNámskeiðið "ég og þú" er í kvöld kl 18:00
Við minnum á námskeiðið "ég og þú, þú og ég, við tvö saman" fyrir 4.-7. bekk Þetta er námskeið er til að stuðla að samveru foreldra og barna. Þetta er í kvöld kl 18-19:30 miðvikudaginn 19. mars...
Lesa meiraStóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í DUUS húsum í gær, fimmtudaginn 13. mars. Tveir fulltrúar frá Akurskóla tóku þátt. Það voru þeir Kristján Jón og Benjamín Kristján. Þeir stóðu sig mjög vel og hreppti Kristján Jón annað sæti. Við óskum honum til hamingju....
Lesa meiraBrúum bilið
Þessa dagana heimsækja leikskólabörn af Akri og Holti Akurskóla. Þau fara inn í bekk með nemendum 1. bekkja, spyrja nemendur spurninga sem brennur á þeim og vinna skólaverkefni. Þetta er liður í að undirbúa þau fyrir grunnskólagönguna sem hefst nk. haust. Í þetta skipti máttu þau hafa með sér nesti til að borða í nestistímanum og fannst þeim það mj...
Lesa meira"Ég og þú" námskeið í kvöld fyrir 4.-7. bekk
Við minnum á námskeiðið "ég og þú, þú og ég, við tvö saman" sem er í kvöld fyrir 4.-7. bekk Þetta er námskeið er til að stuðla að samveru foreldra og barna. Þetta er kl 18-19:30 í kvöld og aftur á miðvikudaginn 19. mars...
Lesa meiraIðnaðarsýning
Nemendur í 9. og 10. bekk fóru fyrir helgi á Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þar voru allir framhalds- og menntaskólar með kynningu á starfsemi sinni. Nemendur voru skólanum til mikils sóma. Gengu um, spurðu spurninga og tóku þátt í því sem boðið var upp á....
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.