Fréttir
Heimsókn frá samtökunum 78
Í dag komu fulltrúar frá Samtökunum 78 í heimsókn í Akurskóla. Þau Ugla og Siggi fóru í alla bekki og spjölluðu við krakkana um hvað það er að vera hinsegin, fordóma og staðalímyndir. Nemendur Akurskóla voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar á öllum fyrirlestrunum, spurðu áhugaverðra spurninga og voru ánægð með þær upplýsingar sem þeir fengu. Við þökk...
Lesa meiraÖskudagurinn á enda
Í dag var mikið fjör og mikil gleði í tilefni öskudagsins. Nemendur byrjuðu daginn hjá umsjónarkennara og fóru 1.-5. bekkur í ýmsar stöðvar, s.s. öskupokagerð, grímugerð, skutlukeppni, spilastöð, dansstöð og fleira. Síðan var marserað í salnum, kötturinn sleginn úr tunnunni og fjörið hélt áfram. Dagskráin hjá nemendum í 6.-10. bekk var með breyttu ...
Lesa meiraSkertur dagur
Miðvikudaginn nk.. þann 18. febrúar er skertur dagur en þá lýkur kennslu kl 11. Þennan dag er öskudagur og þá brjótum við upp daginn og förum í allskonar stöðvar, spurningarkeppni, slá köttinn út tunnunni o.fl. Við hvetjum við alla til að mæta í búning. Þeir sem eru í mataráskrift fá samloku og safa áður en þeir fara heim....
Lesa meiraGettu enn betur
Gettu enn betur er á sal skólans í kvöld kl 20. Allir skólar í Reykjanesbæ eru að keppa. Endilega mætum og hvetjum okkar lið. Áfram Akurskóli :)...
Lesa meiraFyrirtækjaheimsókn
Nemendur í valfaginu fyrirtækjaheimsóknir fóru í gær á slökkvistöðina í Keflavík. Þar fengu nemendur kynningu á starfseminni og fengu að skoða allt á slökkvistöðinni....
Lesa meiraÞorgrímur Þráinsson í heimsókn
Þriðjudaginn 10. febrúar kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn í 10. bekk með fyrirlestur sem hann kallar ,,Verum ástfangin af lífinu - látum drauminn rætast”. Hann fjallaði um markmiðasetningu, að fara út fyrir þægindahringinn, bera ábyrgð á eigin vegferð, gera góðverk og sýna öðrum samkennd og virðingu. Krakkarnir voru mjög áhugasamir, g...
Lesa meiraHeimsókn í 10. bekk
Í dag komu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar í heimsókn til nemenda í 10.bekk þar sem þeir fóru yfir PISA könnunina. Nemendur voru hvattir til að sýna þrautseigju og gera sitt besta. Nemendur tóku vel á móti þessum gestum og voru sammála um að gera vel í könnuninni....
Lesa meiraNemendur í 4. bekk í Stekkajarkot
Nemendur í 4. bekk fóru gangandi í Stekkjarkot í gær. En Stekkjarkot er bærinn við Njarðvíkurfitjar, jafnframt síðasti torfbærinn í byggð í Njarðvík. Bærinn var að miklu leyti reistur úr torfi og grjóti. Nemendur kíktu inn í bæinn og þar mátti sjá ýmsa muni. Þetta er tengt samfélagsfræðinni og höfðu nemendur gaman að þessari ferð....
Lesa meiraTeiknimyndasögur
Nemendur í valhópnum, teiknimyndasögur fóru í vettvangsferð til Guðmundar Rúnars Lúðvikssonar listamanns sem er með vinnustofu í göngufæri við skólann. Guðmundur sýndi nemendum teikningar, málverk og hljóðfæri sem hann hafði búið til. Hann talaði einnig um symbólisma og áhrif lita og ljóss. Í lokin fengu þau góðar veitingar snúða, kökur og gos. ?...
Lesa meiraÞorraþema - brúum bilið
Í þessari viku var sameiginlegt þorraþema hjá 1. bekk og skólahópunum á leikskólunum Akri og Holti. Hópunum er blandað og þau vinna mörg skemmtileg verkefni tengd þorranum og gamla tímanum. Þau bjuggu til rúgbrauð, smjör og sviðasultu á Holti, spiluðu þorrabingo, þæfðu ull, lásu rúnir, máluðu steina, fóru í gamla leiki í Akurskóla og lærðu u...
Lesa meira
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.