Fréttir

Gunnar Helgason rithöfundur í heimsókn
3. desember 2013
Gunnar Helgason rithöfundur í heimsókn

Gunnar Helgason leikari og barnabókahöfundur heimsótti Akurskóla á þriðjudaginn sl. og las fyrir 1.-8. bekk úr nýjustu bók sinni, Ragnstæður í Reykjavík. Gunnar fór á kostum og nemendur voru mjög ánægðir með heimsóknina. Gunnar gaf nemendum límmiða og þeir sem vildu fengu eiginhandaáritanir í lok upplestursins....

Lesa meira
Rithöfundur á sal
2. desember 2013
Rithöfundur á sal

Í gær kom til okkar rithöfundurinn Marta Hlín Magnadóttir en hún er annar tveggja rithöfunda af bókunum Rökkurhæðir. Hún hitti nemendur í 7.-10. bekk og sagði þeim frá söguþræði bókarinnar og las síðan stuttan kafla fyrir þá. Að sjálfsögðu voru nemendur til fyrirmyndar og skólanum til sóma. Þökkum við Mörtu Hlín kærlega fyrir....

Lesa meira
Jólaföndur FFA
2. desember 2013
Jólaföndur FFA

Mikil jólagleði var á jólaföndri FFA Jólaföndur FFA var haldið síðasta föstudag á sal skólans þar sem nemendur skólans mættu með foreldrum sínum og systkinum til að föndra jólakraut, hlusta á jólatónlist og narta í smákökur. Mætingin var framar vonum en um 170 manns mættu að föndra og hafa það notalegt saman. Boðið var til sölu á vægu verði m...

Lesa meira
Jólaföndur foreldrafélagsins
29. nóvember 2013
Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélags Akurskóla verður föstudaginn nk., þann 29. nóvember kl.17-19. Allir árgangar skólans og foreldrar hittast saman og verður það í Akurskóla  Foreldrafélagið verður með til sölu jólaföndurpakka og munu þeir kosta frá 100 kr. – 400 kr. pakkinn. Við minnum á að við tökum ekki kort.   Það sem þið þurfið að koma með er, skæri...

Lesa meira
Brennómót
28. nóvember 2013
Brennómót

Í gær, fimmtudaginn 28. nóvember var brennómót hjá 8.- 10. bekk í íþróttahúsinu. Mikil stemming var í salnum og voru allir nemendur í lit bekkjarsins. Nemendur í 5. og 7. bekk fengu að horfa á og hvöttu nemendur áfram. Ernir, 10. bekkur  unnu mótið að þessu sinni og var mikil gleði hjá þeim. Hægt er að sjá myndir í myndasafni hér til hliðar...

Lesa meira
Brunavarnir Suðurnesja komu í heimsókn
25. nóvember 2013
Brunavarnir Suðurnesja komu í heimsókn

Í tilefni af eldvarnarviku komu fulltrúar Brunavarna Suðurnesja í heimsókn í 3. bekk og fræddu þau um brunavarnir á heimilum. Hver nemandi fékk gjöf frá Brunavörnum Suðurnesja og litabók frá Lions. Nemendur fengu fræðslupakka með sér heim og getraun sem þau eiga að svara. Hápunkturinn var að fá að skoða slökkviliðsbílinn og fá að sprauta vatni úr s...

Lesa meira
Starfsdagar
20. nóvember 2013
Starfsdagar

Á fimmtudaginn 21. nóv. og föstudaginn 22. nóv. eru starfsdagar í Akurskóla. Frístundarskólinn Akurskjól er einnig lokaður þessa daga. Kennsla hefst svo mánudaginn 25. nóv. samkvæmt stundaskrá....

Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu
18. nóvember 2013
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal skólans í dag.  Nemendur voru með fjölbreytt skemmtiatriði. Tónlistaratriði, myndbandssýningu af íslenskum orðtökum og orðunum okkar, upplestur á ljóðum og heilræðavísum, söngur og margt fleira einkenndi þennan dag. Afhending vegna Ljóðaakurs var og voru veitt verðlaun fyrir besta ljóðið í hverjum...

Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu- Brúum bilið
18. nóvember 2013
Dagur íslenskrar tungu- Brúum bilið

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem var laugardaginn 16. nóvember, þá komu 1. bekkir Akurskóla og skólahópar af Akri og Holti saman á sal Akurskóla föstudaginn 15. nóvember og hlýddu á upplestur Áslaugar Jónsdóttur rithöfundar sem semur m.a. bækurnar um stóra og litla skrímslið. Upplesturinn var mjög lifandi og höfðu krakkarnir mjög gaman af....

Lesa meira
Stærðfræðimælingar
24. október 2013
Stærðfræðimælingar

Nemendur í 2. bekk voru í stræðfræðitíma í morgun, þar voru vorum að vinna með mælingar....

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla