Fréttir

Skólahreysti
14. janúar 2014
Skólahreysti

Eyþór Ingi Einarsson nemandi í Verslunarskóla Íslands kom og heimsótti nemendur í Skólahreysti í Akurskóla. Hann fór yfir markmiðssetningu, hversu mikilvægt það er að trúa á sjálfan sig og hafa sýn. Eyþór Ingi tók þátt í Skólahreysti árið 2009, sigraði með liði sínu og bætti metið í hraðaþrautinni....

Lesa meira
Stelpukvöld hjá flott án fíknar
14. janúar 2014
Stelpukvöld hjá flott án fíknar

Nú eins og svo oft áður þá er nóg að gera hjá okkur í Flott án fíkna klúbbnum. Í síðustu viku skipulögðu stelpurnar í klúbbnum stelpukvöld sem haldið var í gærkveldi. Í boði var að baka hafraklatta, naglalakka sig og aðra, setja á sig maska, singstar, dansa eftir wii tölvu og margt fleira. Það er ávallt gaman þegar við komum svona saman og frábært ...

Lesa meira
Ánægðir nemendur fá sér graut í morgunsárið.
14. janúar 2014
Ánægðir nemendur fá sér graut í morgunsárið.

Ánægðir nemendur fá sér graut í morgunsárið.Nemendur í 6.-10. bekk hafa kost á að fá sér hafragraut á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum í janúar frá klukkan 7:50-8:10....

Lesa meira
Jólakveðja
20. desember 2013
Jólakveðja

Starfsmenn Akurskóla óska nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samtarf á liðnu ári. Sjáumst hress og kát mánudaginn 6. janúar 2014 en þá hefst skólastarf samkvæmt stundarskrá.      Hægt er að skoða myndir af litlu jólunum hér til hliðar....

Lesa meira
Jólamatur
16. desember 2013
Jólamatur

Í dag var jólamatur í Akurskóla, jólahangikjöt með katröflum og hvítri sósu, eplasalati og tilheyrandi. Í eftirrétt fengu svo allir ísblóm. Sá siður hefur skapast að kennarar þjóni nemendum til borðs á þessum degi og kunnu nemendur greinilega vel að meta það og nutu matarins.  Jólalög hljómuðu í matsalnum og setti það skemmtilegan blæ á þessa jólas...

Lesa meira
Litlu jólin
16. desember 2013
Litlu jólin

Föstudaginn nk., þann 20. desember verða "litlu jólin" Nemendur mæta til umsjónarkennara eins og hér segir:    ·        kl: 8:10-9:40  eru 2. og 5. bekkur ·        kl: 9:30-11:00 eru 4., 7. og 9. bekkur ·        kl: 10:30-12:00 eru 1., 8. og 10. bekkur ·        kl: 11:30-13:00 eru 3. og 6. bekkur   Nemendur fara á sal að dansa í kri...

Lesa meira
Jólabingó
13. desember 2013
Jólabingó

Mánudaginn 16.desember ætlar Flott án fíknarklúbbur Akurskóla að halda jólabingó fyrir nemendur  skólans á sal Akurskóla. Vegna mikils fjölda nemenda þarf að þrískipta bingóinu. 1.-4.bekkur kl.17-18 5.-7.bekkur kl.18.30-19.30 8.-10.bekkur kl.20-21   Verð á einu bingóspjaldi er kr.300 og tvö spjöld kr.500.                                 ...

Lesa meira
Kirkjuheimsókn
11. desember 2013
Kirkjuheimsókn

Í Akurskóla er nóg að gera á aðventunni. Hefðbundið skólastarf er brotið upp með upplestri rithöfunda, jólaföndri og hátíðarmat þar sem starfsfólk skólans þjónar til borðs. Sú hefð er hjá okkur að fara með nemendur í Njarðvíkurkirkju á aðventunni. Þann 10 desember fóru nemendur í kirkjuheimsókn og Séra Baldur sagði nemendum sögu þar sem hann fór ...

Lesa meira
Hvar er Stekkjarstaur?
11. desember 2013
Hvar er Stekkjarstaur?

Í gær, þriðjudaginn 10. des kom Möguleikhúsið í heimsókn og flutti leikritið Hvar er Stekkjarstaur fyrir 1. og 2. bekk. Leikritið fjallar um Höllu sem vaknar einn morguninn og hafði ekki fengið í skóinn frekar en aðrir krakkar. Hún fer á stúfana og leitar að Stekkjarstaur og fer með honum til byggða og aðstoðar hann við að lauma gjöfum í skóinn. Þe...

Lesa meira
Jólaþema
4. desember 2013
Jólaþema

Nú eru þemadagar í skólanum, 4.-6. desember og þá fellur niður hefðbundið skólastarf. Nemendur eru að föndra jólaskraut og skreyta skólann. Íþróttir og sund falla niður. Nemendur þurfa ekki að koma með skólabækur í skólann þessa daga nema þá pennaveskið sitt, þ.e. skæri , límstifti o.þ.h. Hægt er að sjá myndir í myndasíðu...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla