Fréttir

Starfsdagur og vetrarfrí
17. október 2013
Starfsdagur og vetrarfrí

Á morgun, föstudaginn 18. október er starfsdagur og mánudaginn 21. október er vetrarleyfi. Frístundarskólinn Akurskjól er einnig lokaður þessa daga. Kennsla hefst svo þriðjudaginn 22. október samkvæmt stundaskrá....

Lesa meira
Leikskólaheimsóknir
17. október 2013
Leikskólaheimsóknir

Í vikunni komu leikskólabörn af Akri og Holti í heimsókn til að skoða skólann. Þessi heimsókn er upphafið að samstarfi vetrarins við leikskólana og liður í því að undirbúa leikskólabörnin undir skólagöngu þeirra sem hefst haustið 2014....

Lesa meira
Nemendaráð 2013-2014
15. október 2013
Nemendaráð 2013-2014

Í Akurskóla er starfrækt nemendaráð sem skipað er nemendum í 8. - 10. bekk, nemendur velja sjálfir að vera í nemendaráði. Í byrjun skólaárs kýs nemendaráðið í stjórn og í henni sitja; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og varamaður. Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum- og ve...

Lesa meira
Spilakvöld 4. bekkur
15. október 2013
Spilakvöld 4. bekkur

Mánudaginn, 30. september kom 4. bekkur saman til að halda upp á að þau væru búin með samræmdu prófin. Haldið var spilakvöld þar sem nemendur mættu með foreldrum sínum og eitt spil af heimilinu. Það var mikið fjör og var þetta frábært kvöld þar sem krakkarnir og foreldrarnir léku sér saman....

Lesa meira
Göngum í skólann
14. október 2013
Göngum í skólann

Miðvikudaginn 2. október var alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lauk formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Er þetta í sjötta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu. Hófst það í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi Megin markmið Göngum í skólann eru að hvetja til auki...

Lesa meira
Lúsin er ennþá í Akurskóla
11. október 2013
Lúsin er ennþá í Akurskóla

Lúsin hefur gert sig heimakomna í Akurskóla og svo er komið að hún hefur látið sjá sig í svo til öllum árgöngum. Allir nemendur Akurskóla fá í dag lúsarmiða þar sem ætlast er til að foreldrar kembi börn sín og þau komi með miðann í skólann á mánudaginn. Þeir nemendur sem ekki koma með miða undirritaðan af foreldrum verða sendir heim. Þeir nemendu...

Lesa meira
Tannfræðingur í heimsókn
9. október 2013
Tannfræðingur í heimsókn

Í dag fengum við heimsókn frá embætti landlæknis þar sem tannfræðingurinn Steinunn Bríet kom og fræddi nemendur í 8. og 10.bekk. Steinunn byrjaði á því að leggja fyrir könnun um umhirðu tannanna, síðan var hún með fræðslu um tannsjúkdóma, tannheilbrigði og mikilvægi þess að tannbursta vel og nota tannþráð. Að lokum fengu nemendur forvarnir um reyki...

Lesa meira
Morgunmatur 10. bekkur
8. október 2013
Morgunmatur 10. bekkur

Góður svefn og staðgóður morgunmatur er jafn mikilvægur á prófdögum sem aðra daga og var því ákveðið að bjóða 10.bekk í morgunmat á prófdögum samræmdra prófa. Krakkarnir mættu kl 8.10 og þeirra beið heitur hafragrautur, nýbökuð rúnstykki, álegg og ávextir. Góð mæting var og gaman að sjá hversu vel þetta lukkaðist. Við í Akurskóla viljum þakka for...

Lesa meira
Heilsuvika í Akurskóla
7. október 2013
Heilsuvika í Akurskóla

Akurskóli tók þátt í heilsuvikunni sem er að ljúka. Gönguhópurinn Akurskóli á iði bauð upp á göngu í Lambafellsklofa. Góð þátttaka var og þess má geta að þeir sem mættu voru fjölskyldur úr Akurskóla....

Lesa meira
Heilsuvika Reykjanesbæjar
3. október 2013
Heilsuvika Reykjanesbæjar

Í tilefni ef heilsuviku Reykjanesbæjar bjóðum við til göngu nk. laugardag, 5. október.  Lagt verður af stað frá Akurskóla kl. 11:00 og genginn verður Lambafellsklofi. Þetta er ganga við allra hæfi....

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla